Mansal rætt í Ríga Elín Hirst skrifar 8. júní 2015 08:00 Í Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, er mansal landlægt vandamál og mjög margar konur þaðan verða fórnarlömb þess sem kallað hefur verið nútíma þrælahald. Nýlega fór ég ásamt nokkrum þingmönnum Norðurlandaráðs til fundar við lettnesk yfirvöld í Ríga til að fræðast um stöðuna og bjóða hjálp Norðurlandaþjóðanna í baráttunni gegn mansali. Mjög erfitt er að uppræta mansal þar sem glæpamennirnir hafa afar föst tök á fórnarlömbum sínum. Einnig skortir mjög á að almenningur sé meðvitaður um mansal og eðli þess. Mansal, en man er gamalt íslenskt orð sem þýðir þræll eða ambátt, fer m.a. þannig fram að brotamennirnir nýta sér fátækt, menntunarskort, eiturlyfjafíkn eða hreinlega beita hótunum. Fórnarlömbunum eru boðin vel launuð störf eða námstækifæri. Þegar til kastanna kemur eru tilboðin blekking og konurnar þá fastar í vef brotamanna. Um velskipulagða glæpastarfsemi er að ræða þar sem ávinningur glæpamannanna er gríðarlegur. Fórnarlömb mansals verða oft kynlífsþrælar; þvingaðar til að stunda vændi með margs konar hætti, á nuddstofum eða nektardansstöðum. Mansal á ungmennum er einnig vel þekkt þar sem börn eru hneppt í þrældóm til kynlífs eða vændis sem og til þrælkunar við ýmis framleiðslustörf. Á fundinum í Ríga hittum við þingmenn fulltrúa mannréttindanefndar lettneska þingsins, innanríkisráðuneytisins, saksóknara og lögreglu. Auk þess hittum við systursamtök Stígamóta á Íslandi sem kallast MARTA. Þau samtök hafa unnið afar gott starf við að aðstoða fórnarlömb mansals og uppfræða almenning. Í heimsókninni buðu Norðurlöndin fram aðstoð sína við lettnesk yfirvöld, til dæmis með þeim hætti að auka samstarf og samþjálfun lögreglu. Þess utan lýstum við þingmennirnir yfir miklum vilja til þess að nota stjórnmálavettvanginn á Norðurlöndum til þess að aðstoða nágranna okkar við Eystrasalt í baráttunni gegn mansali. Ég vil skora á okkur Íslendinga að vera vel á verði þegar mansal er annars vegar en því miður hafa komið upp nokkur mál hér á landi. Um langt skeið hafa dansstaðir eða kampavínsklúbbar átt upp á pallborðið hér á landi þrátt fyrir sterkan grun um tengsl slíkra staða við vændi og mansal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, er mansal landlægt vandamál og mjög margar konur þaðan verða fórnarlömb þess sem kallað hefur verið nútíma þrælahald. Nýlega fór ég ásamt nokkrum þingmönnum Norðurlandaráðs til fundar við lettnesk yfirvöld í Ríga til að fræðast um stöðuna og bjóða hjálp Norðurlandaþjóðanna í baráttunni gegn mansali. Mjög erfitt er að uppræta mansal þar sem glæpamennirnir hafa afar föst tök á fórnarlömbum sínum. Einnig skortir mjög á að almenningur sé meðvitaður um mansal og eðli þess. Mansal, en man er gamalt íslenskt orð sem þýðir þræll eða ambátt, fer m.a. þannig fram að brotamennirnir nýta sér fátækt, menntunarskort, eiturlyfjafíkn eða hreinlega beita hótunum. Fórnarlömbunum eru boðin vel launuð störf eða námstækifæri. Þegar til kastanna kemur eru tilboðin blekking og konurnar þá fastar í vef brotamanna. Um velskipulagða glæpastarfsemi er að ræða þar sem ávinningur glæpamannanna er gríðarlegur. Fórnarlömb mansals verða oft kynlífsþrælar; þvingaðar til að stunda vændi með margs konar hætti, á nuddstofum eða nektardansstöðum. Mansal á ungmennum er einnig vel þekkt þar sem börn eru hneppt í þrældóm til kynlífs eða vændis sem og til þrælkunar við ýmis framleiðslustörf. Á fundinum í Ríga hittum við þingmenn fulltrúa mannréttindanefndar lettneska þingsins, innanríkisráðuneytisins, saksóknara og lögreglu. Auk þess hittum við systursamtök Stígamóta á Íslandi sem kallast MARTA. Þau samtök hafa unnið afar gott starf við að aðstoða fórnarlömb mansals og uppfræða almenning. Í heimsókninni buðu Norðurlöndin fram aðstoð sína við lettnesk yfirvöld, til dæmis með þeim hætti að auka samstarf og samþjálfun lögreglu. Þess utan lýstum við þingmennirnir yfir miklum vilja til þess að nota stjórnmálavettvanginn á Norðurlöndum til þess að aðstoða nágranna okkar við Eystrasalt í baráttunni gegn mansali. Ég vil skora á okkur Íslendinga að vera vel á verði þegar mansal er annars vegar en því miður hafa komið upp nokkur mál hér á landi. Um langt skeið hafa dansstaðir eða kampavínsklúbbar átt upp á pallborðið hér á landi þrátt fyrir sterkan grun um tengsl slíkra staða við vændi og mansal.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun