Viljum við ekki skýrleika? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 08:00 Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Talið um að vinstri og hægri séu úrelt og merkingarlaus hugtök er sjálft nánast merkingarlaust – eða öllu heldur svo ofhlaðið ólíkum skilningi á svona almennum hugtökum að umræðan verður næsta gagnslaus. Talið er jafn tómlegt og hugtökin bændaflokkur, gamalmennapólitík eða fjórflokkur. Deilur um hvort Björt framtíð sé eins og eldri flokkarnir eru til lítils, eða hvort Píratar teljist vinstri, hægri, miðja eða bara „eitthvað“. Gagnslaust er að karpa um hvaða tjón „gamlingjar“ (hvar liggja aldursmörkin?) hafi unnið samfélaginu eða pólitíkinni.Opnari stjórnsýsla Þegar hriktir í samfélaginu vegna óánægju almennings með lífsskilyrði, vegna efnahagshruns eða umhverfisvanda, er þörf á viðtækum hugsjónum/stefnu og skýrum hugmyndum um leiðir og lausnir í helstu málefnum dagsins – meira að segja í málefnum dreifðra byggða sem víðast í landinu. Skýrleiki stefnu og drög að lausnum eru ekki sjálfkrafa sammerk innantómum loforðum eða úreltum vinnubrögðum í pólitík. Nei, munum þetta: Einstaklingar og samtök eiga að setja fram víðtæka stefnu, hugmyndir og lausnir. Þá (og vegna þess) ná að spretta fram gagnlegar umræður og grasrótarstarf sem kristallast í nýjum og farsælli stjórnmálum en við höfum mátt þola sl. 20-30 ár. Aðeins þannig verður opnari stjórnsýsla, betri umræða á þingi, aukið lýðræði og þátttaka almennings fær um að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Án tillagna og umræðu um stefnu og lausnir eru orð um opnara samfélag eða þátttöku mína og þína í ákvörðun og stefnumótun orðin tóm. Svikin kosningaloforð eða vond stjórnmál eru ekki innmúruð í nýja eða gamla flokka af því að þessi eða hinn stefnuþáttur getur flokkast til hægri eða vinstri í augum fjöldans. Ekki heldur af því að flokkur hefur uppi hugsjón, t.d. í málefnum bænda, verkalýðs, sjómanna, aldraðra, auðmanna o.s.frv. Ekki heldur vegna þess að 55% félagsmanna eru eldri en 50 ára. Vel haldin kosningaloforð og góð stjórnmál ráðast af alvöru aðhaldi, mikilli þátttöku fólks og heiðarlegri og virkri umræðu innan og utan flokka, félaga og stofnana – nokkuð sem hefur aldrei verið auðveldara en nú með tækni sem er opin öllum, en skortir sárlega. Auðvitað á að hvetja til stefnumótunar og lausnartillagna sem rúmast innan þessara merkingarlausu hugtaka (sem svo kallast): Vinstri, hægri og miðja. Einmitt með þátttöku bænda og „gamlingja“, Pírata og Birtunga, sósíalista og talsmanna frjálshyggju. Landið þarfnast ekki aðeins nýrrar forystu heldur líka alvöru fjöldahreyfinga með stefnu og starfshætti sem færa okkur fram á við.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun