Eilífðarvél Kaupþings Stjórnarmaðurinn skrifar 3. júní 2015 07:00 Í fréttum síðustu viku var sagt frá því að háar greiðslur tíðkuðust til starfsmanna Kaupþings fyrir stjórnarsetu erlendis – til að mynda væru meðalárslaun stjórnarmanna í bresku tískukeðjunni Karen Millen tæplega 60 milljónir króna en þar situr meðal annars yfirmaður eignastýringar Kaupþings. Þetta er til viðbótar ríflegum mánaðarlaunum, sem að sögn nema að meðaltali 1,6 milljónum króna á mánuði hjá starfsmönnum Kaupþings. Þeir starfsmanna, sem treyst er fyrir stjórnarsetu erlendis, bera væntanlega talsvert meira úr býtum. Stjórnarmaðurinn verður síðastur til að gagnrýna vegleg launakjör fyrir fólk sem stendur sig vel, og sinnir störfum sem skapa verðmæti. Erfitt er hins vegar að halda því fram að slíkt eigi við í tilviki fallins íslensks banka, þar sem fólk hefur frekar skipast í störf á grundvelli tilviljunar en sérþekkingar eða reynslu. Það er heldur engin alþjóðleg eftirspurn eftir því annars ágæta fólki sem séð hefur um uppgjör íslensku bankanna, og óljóst hvað réttlætir betri kjör en almennt gengur og gerist í íslenskum fjármálageira. Kaupþing er í slitameðferð og hefur verið síðan á haustdögum 2008. Merkilegt í ljósi þess markmiðs allra skiptastjóra að hámarka þær eignir sem liggja í búinu og ljúka skiptum á tilhlýðilegum tíma. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa orðið sáralitlar breytingar á erlendu eignasafni Kaupþings. Bankinn hefur ekki selt verulega eign ótilneyddur frá sölunni á tískufatakeðjunni All Saints árið 2011. Til samanburðar þá lauk formlegum skiptum bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers fyrir réttum þremur árum. Skýringa á aðgerðaleysi Kaupþingsmanna þarf hins vegar varla að leita langt. Þeir fá ríkulega umbunað, og af fréttaflutningi virðast þeir fá að stinga stjórnarlaunum í eigin vasa. Það er nokkuð óvanalegt en hefðin er sú að umsýslulaun vegna fjárfestinga renni til félagsins sem á hlutinn, en ekki þess starfsmanns sem sér um fjárfestinguna fyrir þess hönd. Fyrir liggur að margir hafa sýnt eignum Kaupþings í Bretlandi áhuga, og þá ef til vill sérstaklega tískuverslanakeðjunum Karen Millen, Warehouse, Oasis og Coast. Efnahagshorfur í Bretlandi eru góðar og Kaupþingsmenn sitja á þekktum vörumerkjum sem þeir hafa ekki sérstaka kunnáttu eða eigendaástríðu til að reka. Hingað til hafa þeir hins vegar ekki hirt um að svara símtölum frá áhugasömum kaupendum. Og skyldi engan undra. Hvatinn er enginn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Í fréttum síðustu viku var sagt frá því að háar greiðslur tíðkuðust til starfsmanna Kaupþings fyrir stjórnarsetu erlendis – til að mynda væru meðalárslaun stjórnarmanna í bresku tískukeðjunni Karen Millen tæplega 60 milljónir króna en þar situr meðal annars yfirmaður eignastýringar Kaupþings. Þetta er til viðbótar ríflegum mánaðarlaunum, sem að sögn nema að meðaltali 1,6 milljónum króna á mánuði hjá starfsmönnum Kaupþings. Þeir starfsmanna, sem treyst er fyrir stjórnarsetu erlendis, bera væntanlega talsvert meira úr býtum. Stjórnarmaðurinn verður síðastur til að gagnrýna vegleg launakjör fyrir fólk sem stendur sig vel, og sinnir störfum sem skapa verðmæti. Erfitt er hins vegar að halda því fram að slíkt eigi við í tilviki fallins íslensks banka, þar sem fólk hefur frekar skipast í störf á grundvelli tilviljunar en sérþekkingar eða reynslu. Það er heldur engin alþjóðleg eftirspurn eftir því annars ágæta fólki sem séð hefur um uppgjör íslensku bankanna, og óljóst hvað réttlætir betri kjör en almennt gengur og gerist í íslenskum fjármálageira. Kaupþing er í slitameðferð og hefur verið síðan á haustdögum 2008. Merkilegt í ljósi þess markmiðs allra skiptastjóra að hámarka þær eignir sem liggja í búinu og ljúka skiptum á tilhlýðilegum tíma. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá hruni hafa orðið sáralitlar breytingar á erlendu eignasafni Kaupþings. Bankinn hefur ekki selt verulega eign ótilneyddur frá sölunni á tískufatakeðjunni All Saints árið 2011. Til samanburðar þá lauk formlegum skiptum bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers fyrir réttum þremur árum. Skýringa á aðgerðaleysi Kaupþingsmanna þarf hins vegar varla að leita langt. Þeir fá ríkulega umbunað, og af fréttaflutningi virðast þeir fá að stinga stjórnarlaunum í eigin vasa. Það er nokkuð óvanalegt en hefðin er sú að umsýslulaun vegna fjárfestinga renni til félagsins sem á hlutinn, en ekki þess starfsmanns sem sér um fjárfestinguna fyrir þess hönd. Fyrir liggur að margir hafa sýnt eignum Kaupþings í Bretlandi áhuga, og þá ef til vill sérstaklega tískuverslanakeðjunum Karen Millen, Warehouse, Oasis og Coast. Efnahagshorfur í Bretlandi eru góðar og Kaupþingsmenn sitja á þekktum vörumerkjum sem þeir hafa ekki sérstaka kunnáttu eða eigendaástríðu til að reka. Hingað til hafa þeir hins vegar ekki hirt um að svara símtölum frá áhugasömum kaupendum. Og skyldi engan undra. Hvatinn er enginn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira