„Hann fékk okkur til að koma óvænt fram með sér og syngja í Þjóðleikhúsinu í lokalögunum og við laumuðum okkur þá á sviðið og það tókst þrusuvel,“ segir Jón Svavar Jósefsson, söngvari og kórstjóri Bartóna.
Damien var svo ánægður með kórinn að hann bað þá félaga um að hita upp fyrir sig á seinni tónleikunum í Gamla bíói.
„Við hituðum upp fyrir kappann á seinni tónleikunum. Við sungum gamlar íslenskar drykkjuvísur og ættjarðarljóð með tilheyrandi sprelli,“ segir Jón Svavar léttur í lundu. Hann segir útlendingana hafa tekið vel undir drykkjuvísurnar þrátt fyrir að þær væru á íslensku.
„Við höfum oft flutt þessar íslensku vísur fyrir útlendinga. Ég á það til að útskýra hvert umfjöllunarefnið er á ensku en ég er nú samt ekkert sérstaklega góður í ensku og þess vegna getur þetta oft endað ruglingslega, sem er oft fyndið,“ bætir Jón Svavar við og hlær.

Damien Rice hefur reglulega dvalið á Íslandi á undanförnum árum og þekkti til kórsins eftir kynni sín við Kaffibarinn. „Hann hefur verið gestur á Kaffibarnum þegar hann er hér á landinu, þannig fann hann okkur. Við unnum fyrst með honum á útgáfutónleikunum í Sundlauginni á síðasta ári. Þá var kórinn partur af áhorfendum en í lokalaginu stóðum við upp og sungum með.“
Kórinn og Rice eru miklir kumpánar og vill Jón Svavar stefna á frekara samstarf. „Okkar björtustu vonir eru að fá að fara út og taka lagið með honum en við sjáum hvað setur,“ bætir Jón Svavar við.
Hér fyrir neðan má sjá myndband sem áhorfandi tók í sal þegar Damien var sæmdur heiðursorðunni í Gamla bíói. Í kjölfarið flytur hann lokalagið Trusty and True með kórnum.
Damien Rice á hjarta mitt allt eftir tónleikana hans í Þjóðleikhúsinu í gær <3
— Rakel Rós A.S.dóttir (@RakelRosSn) May 20, 2015
Damien Rice @ Gamla Bíó https://t.co/ffAN18bm97
— Guðrún María (@GudrunMaria6) May 26, 2015
A terrific Damien Rice concert tonight in Reykjavik. pic.twitter.com/5MghBzWCj3
— Ragnar Jonasson (@ragnarjo) May 25, 2015
Damien Rice, 5 stjörnur @ Gamla Bíó https://t.co/4XaC5UXEY8
— Unnur Sædís (@UnnurSaedis) May 25, 2015
Damien Rice að brillera í kvöld! pic.twitter.com/RZ9OoGeqQW
— Helga Jónsdóttir (@helgajons) May 26, 2015
Awesome concert in Reykjavik tonight #damienrice pic.twitter.com/L81EJCzNdD
— Björn Gíslason (@bjorngisla) May 20, 2015