Óskarshátíð í minningu djassgeggjara úr Eyjum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2015 11:30 Það var feiknastuð á æfingunni fyrir Óskarshátíð í gær og von á góðri stemningu í kvöld. Vísir/GVA „Við bara ætlum að djamma af okkur rassgatið eins og þeir segja á góðri íslensku,“ segir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður léttur í lundu um Óskarshátíð sem blásið verður til á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í kvöld. „Þetta er djasshátíð til minningar um Óskar Þórarinsson, skipstjóra og djassgeggjara frá Vestmannaeyjum,“ segir hann um viðburðinn en Óskar lést 2. nóvember árið 2012 og var einn öflugasti stuðningsmaður djassins á Íslandi að sögn Pálma. „Hann var einn af stofnendum Djassvakningar á Íslandi og öflugur bakhjarl djassins. Alveg frábær karakter og skemmtilegur maður.“ Pálmi segir því tímabært að heiðra minningu Óskars og blása til tónlistarveislu en á Óskarshátíðinni koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er þeim Pálma, Kjartani Valdemarssyni, Birgi Baldurssyni og Edvard Lárussyni. Óskarshátíð ber upp á afmælishelgi Óskars og er Pálmi þrælspenntur fyrir viðburðinum. „Við hlökkum mikið til. Það verður mjög gaman að fara til Eyja og búa til góða veislu,“ segir hann léttur í lund að lokum.Óskarshátíðin hefst á Háaloftinu í Vestmannaeyjum klukkan 21.00 í kvöld. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við bara ætlum að djamma af okkur rassgatið eins og þeir segja á góðri íslensku,“ segir Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður léttur í lundu um Óskarshátíð sem blásið verður til á Háaloftinu í Vestmannaeyjum í kvöld. „Þetta er djasshátíð til minningar um Óskar Þórarinsson, skipstjóra og djassgeggjara frá Vestmannaeyjum,“ segir hann um viðburðinn en Óskar lést 2. nóvember árið 2012 og var einn öflugasti stuðningsmaður djassins á Íslandi að sögn Pálma. „Hann var einn af stofnendum Djassvakningar á Íslandi og öflugur bakhjarl djassins. Alveg frábær karakter og skemmtilegur maður.“ Pálmi segir því tímabært að heiðra minningu Óskars og blása til tónlistarveislu en á Óskarshátíðinni koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er þeim Pálma, Kjartani Valdemarssyni, Birgi Baldurssyni og Edvard Lárussyni. Óskarshátíð ber upp á afmælishelgi Óskars og er Pálmi þrælspenntur fyrir viðburðinum. „Við hlökkum mikið til. Það verður mjög gaman að fara til Eyja og búa til góða veislu,“ segir hann léttur í lund að lokum.Óskarshátíðin hefst á Háaloftinu í Vestmannaeyjum klukkan 21.00 í kvöld.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira