CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Þegar fyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar losnar bæði um fjármagn og þekkingu, bendir Frosti Sigurjónsson á. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
„Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira