Lækkum byggingarkostnað og bætum kjör Almar Guðmundsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi misserin en erfiðleikar yngra og efnaminna fólks við að eignast eða leigja húsnæði við hæfi. Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina byggingarkostnað með það fyrir augum að leggja til haldbærar tillögur til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á smærri íbúðum. Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði. Lóðagjöld samsvara nú um 20% af byggingarkostnaði. Lækkun þeirra er því mikilvægur liður í heildarmyndinni. Aðrir liðir eru smærri en hafa engu að síður mikil áhrif. Um er að ræða kostnað sem SI telja ýmist of háan eða óþarfan enda hafa einstaka kostnaðarliðir hækkað umtalsvert síðastliðin ár, langt umfram það sem telja má eðlilegar verðlagsbreytingar. Að auki vilja SI benda á að gjaldskrár sveitarfélaga, kröfur í deiliskipulagi af ýmsum toga og fleiri atriði mynda ranga hvata þannig að byggingaraðilar byggja frekar stærri einingar en minni. Tillögur SI til breytinga á byggingarreglugerð eru margþættar og miða að því að einfalda byggingu fasteigna og auka skilvirkni. Byggingarreglugerðin ætti að grunni til að vera markmiðasett, þ.e. gefa hönnuðum og framkvæmdaaðilum aukið svigrúm til lausna, en ekki vera forskrifuð, eins og hún er í dag. Umtalsverða breytingu þarf á bæði tilgangi reglugerðarinnar og inntaki. Í því liggja mikil tækifæri til lækkunar byggingarkostnaðar. Miðað við útreikninga SI má ætla að framangreindar breytingar geti leitt til lækkunar byggingarkostnaðar að meðaltali um 4-6 milljónir króna á hverja íbúð af stærðinni 80-120m². Samtökin trúa því staðfastlega að í þessu felist besta leiðin fyrir stjórnvöld til að hafa marktæk almenn áhrif á að stórir hópar í samfélaginu hafi ráð á að eignast eigin íbúð eða leigja. Það er fagnaðarefni að umhverfis- og auðlindaráðherra og ýmsir aðrir aðilar í stjórnmálum og stjórnsýslu hafa sýnt tillögum okkar mikinn áhuga. Verkefnið er mikilvægt og varðar stóra hópa samfélagsins. Það eru kjarabætur í húfi. Því er brýnt að hefjast handa strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi misserin en erfiðleikar yngra og efnaminna fólks við að eignast eða leigja húsnæði við hæfi. Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina byggingarkostnað með það fyrir augum að leggja til haldbærar tillögur til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á smærri íbúðum. Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði. Lóðagjöld samsvara nú um 20% af byggingarkostnaði. Lækkun þeirra er því mikilvægur liður í heildarmyndinni. Aðrir liðir eru smærri en hafa engu að síður mikil áhrif. Um er að ræða kostnað sem SI telja ýmist of háan eða óþarfan enda hafa einstaka kostnaðarliðir hækkað umtalsvert síðastliðin ár, langt umfram það sem telja má eðlilegar verðlagsbreytingar. Að auki vilja SI benda á að gjaldskrár sveitarfélaga, kröfur í deiliskipulagi af ýmsum toga og fleiri atriði mynda ranga hvata þannig að byggingaraðilar byggja frekar stærri einingar en minni. Tillögur SI til breytinga á byggingarreglugerð eru margþættar og miða að því að einfalda byggingu fasteigna og auka skilvirkni. Byggingarreglugerðin ætti að grunni til að vera markmiðasett, þ.e. gefa hönnuðum og framkvæmdaaðilum aukið svigrúm til lausna, en ekki vera forskrifuð, eins og hún er í dag. Umtalsverða breytingu þarf á bæði tilgangi reglugerðarinnar og inntaki. Í því liggja mikil tækifæri til lækkunar byggingarkostnaðar. Miðað við útreikninga SI má ætla að framangreindar breytingar geti leitt til lækkunar byggingarkostnaðar að meðaltali um 4-6 milljónir króna á hverja íbúð af stærðinni 80-120m². Samtökin trúa því staðfastlega að í þessu felist besta leiðin fyrir stjórnvöld til að hafa marktæk almenn áhrif á að stórir hópar í samfélaginu hafi ráð á að eignast eigin íbúð eða leigja. Það er fagnaðarefni að umhverfis- og auðlindaráðherra og ýmsir aðrir aðilar í stjórnmálum og stjórnsýslu hafa sýnt tillögum okkar mikinn áhuga. Verkefnið er mikilvægt og varðar stóra hópa samfélagsins. Það eru kjarabætur í húfi. Því er brýnt að hefjast handa strax.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar