Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. maí 2015 08:00 Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Listamaðurinn Sturla Atlas steig fram í sjónarsviðið í gær, þegar hann sendi frá sér nýtt lag og sitt fyrsta myndband. Hægt er að halda því fram að greina hafi mátt ákveðna undiröldu í tiltekinni kreðsu íslensks tónlistarlífs undanfarnar vikur; listamaðurinn hefur verið áberandi en á sama tíma hvílt leynd yfir hans verkum. „Ég vaknaði einn morguninn og fattaði að ég væri bara til í þetta. Ég ætti þetta inni. Svo var hóað í bransalið og „lockdown“ í stúdíóinu. Úr varð platan Love Hurts sem kemur 4. júní,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, sem kallar sig Sturla Atlas í samtali við Fréttablaðið. Sturla er annars mjög fámáll og vill lítið ræða áform sín. Hann mun troða upp á nokkrum tónleikum í sumar, þar á meðal á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 19.-21. júní. Lagið sem kom út í gær ber titilinn Over here og í myndbandinu má sjá tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson, rapparann Emmsjé Gauta og fleiri. Logi syngur í nýja laginu og hefur komið fram opinberlega með Sturlu Atlas. Dulúðin sem umlykur Sturlu Atlas er athyglisverð. Bolir með andliti listamannsins voru komnir í umferð þegar hann var búinn að gefa út einungis eitt lag. Í gær var til að mynda ein gínan í glugga verslunarinnar Jör klædd í slíkan bol. Sturla Atlas og hljómsveitin Young Karin sáu um að veita efni á SnapChat-reikning Nova í gær. Hátt í fjörutíu þúsund manns fylgja Nova á SnapChat og var gerður góður rómur að frammistöðu listamannsins þar í gær. Hún jók líklega á eftirvæntinguna og eftirspurnina fyrir nýja laginu og myndbandinu sem vakti mikla athygli á netmiðlum í gær, eftir að það kom út klukkan 15. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Listamaðurinn Sturla Atlas steig fram í sjónarsviðið í gær, þegar hann sendi frá sér nýtt lag og sitt fyrsta myndband. Hægt er að halda því fram að greina hafi mátt ákveðna undiröldu í tiltekinni kreðsu íslensks tónlistarlífs undanfarnar vikur; listamaðurinn hefur verið áberandi en á sama tíma hvílt leynd yfir hans verkum. „Ég vaknaði einn morguninn og fattaði að ég væri bara til í þetta. Ég ætti þetta inni. Svo var hóað í bransalið og „lockdown“ í stúdíóinu. Úr varð platan Love Hurts sem kemur 4. júní,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, sem kallar sig Sturla Atlas í samtali við Fréttablaðið. Sturla er annars mjög fámáll og vill lítið ræða áform sín. Hann mun troða upp á nokkrum tónleikum í sumar, þar á meðal á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 19.-21. júní. Lagið sem kom út í gær ber titilinn Over here og í myndbandinu má sjá tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson, rapparann Emmsjé Gauta og fleiri. Logi syngur í nýja laginu og hefur komið fram opinberlega með Sturlu Atlas. Dulúðin sem umlykur Sturlu Atlas er athyglisverð. Bolir með andliti listamannsins voru komnir í umferð þegar hann var búinn að gefa út einungis eitt lag. Í gær var til að mynda ein gínan í glugga verslunarinnar Jör klædd í slíkan bol. Sturla Atlas og hljómsveitin Young Karin sáu um að veita efni á SnapChat-reikning Nova í gær. Hátt í fjörutíu þúsund manns fylgja Nova á SnapChat og var gerður góður rómur að frammistöðu listamannsins þar í gær. Hún jók líklega á eftirvæntinguna og eftirspurnina fyrir nýja laginu og myndbandinu sem vakti mikla athygli á netmiðlum í gær, eftir að það kom út klukkan 15.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira