Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. maí 2015 08:00 Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Listamaðurinn Sturla Atlas steig fram í sjónarsviðið í gær, þegar hann sendi frá sér nýtt lag og sitt fyrsta myndband. Hægt er að halda því fram að greina hafi mátt ákveðna undiröldu í tiltekinni kreðsu íslensks tónlistarlífs undanfarnar vikur; listamaðurinn hefur verið áberandi en á sama tíma hvílt leynd yfir hans verkum. „Ég vaknaði einn morguninn og fattaði að ég væri bara til í þetta. Ég ætti þetta inni. Svo var hóað í bransalið og „lockdown“ í stúdíóinu. Úr varð platan Love Hurts sem kemur 4. júní,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, sem kallar sig Sturla Atlas í samtali við Fréttablaðið. Sturla er annars mjög fámáll og vill lítið ræða áform sín. Hann mun troða upp á nokkrum tónleikum í sumar, þar á meðal á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 19.-21. júní. Lagið sem kom út í gær ber titilinn Over here og í myndbandinu má sjá tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson, rapparann Emmsjé Gauta og fleiri. Logi syngur í nýja laginu og hefur komið fram opinberlega með Sturlu Atlas. Dulúðin sem umlykur Sturlu Atlas er athyglisverð. Bolir með andliti listamannsins voru komnir í umferð þegar hann var búinn að gefa út einungis eitt lag. Í gær var til að mynda ein gínan í glugga verslunarinnar Jör klædd í slíkan bol. Sturla Atlas og hljómsveitin Young Karin sáu um að veita efni á SnapChat-reikning Nova í gær. Hátt í fjörutíu þúsund manns fylgja Nova á SnapChat og var gerður góður rómur að frammistöðu listamannsins þar í gær. Hún jók líklega á eftirvæntinguna og eftirspurnina fyrir nýja laginu og myndbandinu sem vakti mikla athygli á netmiðlum í gær, eftir að það kom út klukkan 15. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Listamaðurinn Sturla Atlas steig fram í sjónarsviðið í gær, þegar hann sendi frá sér nýtt lag og sitt fyrsta myndband. Hægt er að halda því fram að greina hafi mátt ákveðna undiröldu í tiltekinni kreðsu íslensks tónlistarlífs undanfarnar vikur; listamaðurinn hefur verið áberandi en á sama tíma hvílt leynd yfir hans verkum. „Ég vaknaði einn morguninn og fattaði að ég væri bara til í þetta. Ég ætti þetta inni. Svo var hóað í bransalið og „lockdown“ í stúdíóinu. Úr varð platan Love Hurts sem kemur 4. júní,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, sem kallar sig Sturla Atlas í samtali við Fréttablaðið. Sturla er annars mjög fámáll og vill lítið ræða áform sín. Hann mun troða upp á nokkrum tónleikum í sumar, þar á meðal á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 19.-21. júní. Lagið sem kom út í gær ber titilinn Over here og í myndbandinu má sjá tónlistarmanninn Loga Pedro Stefánsson, rapparann Emmsjé Gauta og fleiri. Logi syngur í nýja laginu og hefur komið fram opinberlega með Sturlu Atlas. Dulúðin sem umlykur Sturlu Atlas er athyglisverð. Bolir með andliti listamannsins voru komnir í umferð þegar hann var búinn að gefa út einungis eitt lag. Í gær var til að mynda ein gínan í glugga verslunarinnar Jör klædd í slíkan bol. Sturla Atlas og hljómsveitin Young Karin sáu um að veita efni á SnapChat-reikning Nova í gær. Hátt í fjörutíu þúsund manns fylgja Nova á SnapChat og var gerður góður rómur að frammistöðu listamannsins þar í gær. Hún jók líklega á eftirvæntinguna og eftirspurnina fyrir nýja laginu og myndbandinu sem vakti mikla athygli á netmiðlum í gær, eftir að það kom út klukkan 15.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira