Frítíminn getur verið dýrt spaug Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun