Endurkoma bókarinnar Stjórnarmaðurinn skrifar 13. maí 2015 07:00 Tækninýjungum fylgja gjarnan dómsdagsspár um að það sem fyrir er á fleti hljóti að hverfa snarlega. Þannig spáðu menn að útvarpið myndi líða undir lok þegar sjónvarpið kom á vettvang og margir hafa keppst við að spá endalokum hins eða þessa eftir tilkomu internetsins – hvort sem það er verslun upp á gamla mátann, dagblöð eða mannleg samskipti án tilstuðlanar samfélagsmiðla. Stjórnarmaðurinn las því af nokkurri athygli fréttir af bóksölu frá Bretlandi. Sala á fýsískum bókum er þar nokkuð stöðug, og hefur verið undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur hins vegar að sala á barnabókum er í mikilli sókn og hefur aukist um 11% milli ára. Hefur salan ekki verið meiri frá árinu 2007, þegar síðasta bókin um Harry Potter kom út. Við þetta má bæta að verulega hefur hægst á vexti í sölu á rafbókum. Salan jókst um 11% í fyrra, 19% árið áður og 65% árið þar á undan. Nú er staðan sú að þriðja hver bók sem seld er í Bretlandi er rafbók. Sú staðreynd að hægst hefur á vexti í sölu rafbóka bendir til þess að jafnvægi sé að nást milli slíkra bóka og fýsískra bóka. Þetta er hið sama og smám saman hefur gerst varðandi sölu á netinu. Rótgrónir smásalar geta ekki lengur komið með bjartsýnisspár um að brátt verði sala á netinu stærstur hluti heildarsölu og vöxturinn eftir því. Netið er ekki lengur nýtt, heldur nokkurn veginn föst stærð. Fyrir rótgróið vörumerki sem stundað hefur viðskipti upp á gamla mátann, þykir gott ef í mesta lagi þriðjungur sölu fer fram gegnum netið. Þetta vita fjárfestar og aðrir þátttakendur á markaðnum. Við þetta má bæta að talsverð aukning hefur orðið á lestri tímarita í heiminum eftir tilkomu internetsins. En svo við víkjum aftur að tölunum frá Bretlandi þá er önnur athyglisverð staðreynd þessi mikli vöxtur í sölu barnabóka. Þetta bendir til þess að foreldrar sem ólust upp við bækur, en urðu fullorðnir með snjallsíma í lófanum vilji að börnin deili þeirri upplifun að halda á bók upp á gamla mátann. Bóksalar á Íslandi og annars staðar skulu því ekki missa móðinn. Bókin er ekki á leiðinni út heldur mun hún vonandi lifa í sátt og samlyndi við rafbókina. Spurningin er bara hvar jafnvægið liggur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Tækninýjungum fylgja gjarnan dómsdagsspár um að það sem fyrir er á fleti hljóti að hverfa snarlega. Þannig spáðu menn að útvarpið myndi líða undir lok þegar sjónvarpið kom á vettvang og margir hafa keppst við að spá endalokum hins eða þessa eftir tilkomu internetsins – hvort sem það er verslun upp á gamla mátann, dagblöð eða mannleg samskipti án tilstuðlanar samfélagsmiðla. Stjórnarmaðurinn las því af nokkurri athygli fréttir af bóksölu frá Bretlandi. Sala á fýsískum bókum er þar nokkuð stöðug, og hefur verið undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur hins vegar að sala á barnabókum er í mikilli sókn og hefur aukist um 11% milli ára. Hefur salan ekki verið meiri frá árinu 2007, þegar síðasta bókin um Harry Potter kom út. Við þetta má bæta að verulega hefur hægst á vexti í sölu á rafbókum. Salan jókst um 11% í fyrra, 19% árið áður og 65% árið þar á undan. Nú er staðan sú að þriðja hver bók sem seld er í Bretlandi er rafbók. Sú staðreynd að hægst hefur á vexti í sölu rafbóka bendir til þess að jafnvægi sé að nást milli slíkra bóka og fýsískra bóka. Þetta er hið sama og smám saman hefur gerst varðandi sölu á netinu. Rótgrónir smásalar geta ekki lengur komið með bjartsýnisspár um að brátt verði sala á netinu stærstur hluti heildarsölu og vöxturinn eftir því. Netið er ekki lengur nýtt, heldur nokkurn veginn föst stærð. Fyrir rótgróið vörumerki sem stundað hefur viðskipti upp á gamla mátann, þykir gott ef í mesta lagi þriðjungur sölu fer fram gegnum netið. Þetta vita fjárfestar og aðrir þátttakendur á markaðnum. Við þetta má bæta að talsverð aukning hefur orðið á lestri tímarita í heiminum eftir tilkomu internetsins. En svo við víkjum aftur að tölunum frá Bretlandi þá er önnur athyglisverð staðreynd þessi mikli vöxtur í sölu barnabóka. Þetta bendir til þess að foreldrar sem ólust upp við bækur, en urðu fullorðnir með snjallsíma í lófanum vilji að börnin deili þeirri upplifun að halda á bók upp á gamla mátann. Bóksalar á Íslandi og annars staðar skulu því ekki missa móðinn. Bókin er ekki á leiðinni út heldur mun hún vonandi lifa í sátt og samlyndi við rafbókina. Spurningin er bara hvar jafnvægið liggur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira