Erfitt að manna störf með Íslendingum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Reykjavík Svo gæti farið að hlutfallslega fleiri útlendingar störfuðu við ferðaþjónustu á landsbyggðinni en í höfuðborginni. Mikill fjöldi ferðamanna í Reykjavík yfir vetrarmánuðina býr til fleiri heilsárstörf á suðvesturhorni landsins en annars staðar á landinu. Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira