Hækkun lágmarkslauna Þorvaldur Gylfason skrifar 30. apríl 2015 08:30 Landið logar nú eina ferðina enn í verkföllum, sem hvergi sér fyrir endann á. Engum þarf að koma ófriðarbálið á óvart eftir það sem á undan er gengið. Á fyrri tíð mátti stundum með réttu kenna óraunhæfum kaupkröfum verklýðsfélaga um kollsteypur á vinnumarkaði, t.d. í sólstöðusamningunum 1977. Þá var samið um fjórðungshækkun launa á einu bretti yfir línuna. Verðbólgan jókst í áföngum upp í 83% árið 1983.Hvar liggur ábyrgðin?Að þessu sinni virðast aðrir en launþegar og forustumenn þeirra bera höfuðábyrgð á hvernig komið er á vinnumarkaði. Aukin misskipting sem kristallast í skefjalausri sjálftöku hefur ásamt öðru hleypt illu blóði í kjaraviðræður. Hátekjumenn hafa ítrekað storkað launþegum með lágar tekjur. Nýtt dæmi er þriðjungshækkun stjórnarlauna í HB Granda, sem þiggur enn sem fyrr svo að segja ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Annað dæmi er endurvaktir bónusar í bönkum, sem lúta engri samkeppni erlendis frá. Þriðja dæmið er málarekstur seðlabankastjórans gegn Seðlabankanum fyrir dómstólum vegna launadeilu. Fjórða dæmið er eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar 2013, en það var afturköllun fyrri ákvörðunar um hækkun veiðigjalda eins og til að auglýsa að nógir séu helvítis peningarnir eins og Fjölnismenn sögðu stundum hver við annan. Launþegar fara nú fram á ríflega kjarabót til að jafna metin, þótt þeir megi vita að verðbólgan mun þá aftur láta á sér kræla. Fyrir launþegum með lágar tekjur og miðlungstekjur virðist vaka vonin um að halda hlut sínum gagnvart hátekjuhópum, jafnvel þótt leiðréttingin kunni að hækka höfuðstól verðtryggðra lána og rýra kaupmátt allra hópa þegar frá líður. Við bætist að því er virðist almennari áhugi en áður á að efla hag þeirra sem bera minnst úr býtum.Ný vitneskjaLengi vel var það viðtekin skoðun meðal hagfræðinga að lögfesting eða hækkun lágmarkslauna væri nær sjálfvirk ávísun á aukið atvinnuleysi þar eð hækkun launa myndi knýja vinnuveitendur til að mæta kostnaðaraukanum með því að fækka fólki. Nánari athugun síðustu 15-20 ár hefur breytt þessu viðhorfi. Rannsóknir hagfræðinga á afleiðingum hærri lágmarkslauna í Bandaríkjunum virðast benda til minni áhrifa á atvinnuleysi en áður var talið. Það stafar einkum af því að á fákeypismarkaði, þar sem fáir vinnuveitendur keppa um vinnuaflið, draga bindandi lágmarkslaun úr markaðsvaldi vinnuveitenda, þ.e. úr getu þeirra til að halda launum og atvinnu niðri. Þessi nýja vitneskja hefur rutt sér til rúms í löggjöf í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Lágmarkslaun á landsvísu í Bandaríkjunum eru nú 7,25 dalir á tímann og ná frá 5 dölum í Wyoming upp í 9,50 dali í höfuðborginni Washington. Lágmarkslaun á landsvísu voru hækkuð síðast 2009. Obama forseti hefur hvatt Bandaríkjaþing til að hækka þau í áföngum upp í 12 dali á tímann 2020. Það samsvarar 275.000 krónum á mánuði hér heima miðað við 40 stunda vinnuviku. Forsetinn styðst m.a. við rannsóknir sem benda til að hækkun lágmarkslauna úr 7,25 dölum á tímann (170.000 kr. á mánuði) upp í 9 dali á tímann (211.000 kr. á mánuði) myndi hækka tekjur 7,6 milljóna launþega og auka atvinnuleysi um 0,1% af mannaflanum. Hækkun lágmarkslauna úr 7,25 dölum upp í 10,10 dali á tímann (237.000 kr. á mánuði) myndi með líku lagi hækka tekjur 16,5 milljóna launþega og auka atvinnuleysi um 0,3% af mannaflanum. Sömu heimildir herma, að hækkun lágmarkslauna í 9 dali (eða 10,10 dali) á tímann myndi lyfta 300.000 (eða 900.000) manns upp fyrir fátæktarmörk. Obama forseti heldur því sem sagt fram, studdur rækilegum rannsóknum hagfræðinga, að hækkun lágmarkslauna um meira en þriðjung myndi auka tekjur tíunda hvers vinnandi manns og lyfta 900.000 manns upp úr fátækt, en hafa jafnframt vinnuna af þrem af hverjum þúsund. Forsetinn telur það vera góð skipti. Dæmi nú hver fyrir sig.Fyrirmyndir eða víti til varnaðar? Áður var yfirleitt talið að atvinnumissir af völdum hækkunar lágmarkslauna hlyti að vega þyngra en tekjuauki þeirra sem halda vinnunni. Nú þykjast margir, þar á meðal Obama Bandaríkjaforseti, sjá og skilja í ljósi nýrra rannsókna að svo þurfi ekki að vera. Hæg voru heimatökin. Einn helzti upphafsmaður þessara rannsókna, Alan Krueger prófessor í Princeton-háskóla, var um skeið aðalefnahagsráðgjafi forsetans. Lágmarkslaun eru lögbundin alls staðar á OECD-svæðinu nema á Norðurlöndum, Ítalíu, Sviss og Þýzkalandi. Lægst eru lágmarkslaunin að vísu í Bandaríkjunum og Japan sem hlutfall af meðallaunum eða 38% borið saman við 47% í Bretlandi og 61% í Frakklandi. Frakkar búa við mun meira atvinnuleysi en Bandaríkjamenn, sumpart trúlega af völdum of hárra lágmarkslauna í Frakklandi. Hagfræðingar stjórnvalda og stríðandi fylkinga á vinnumarkaði hér heima hefðu þurft að gefa þessum erlendu fyrirmyndum gaum í tæka tíð og ræða þær við launþega frekar en að horfa á landið sogast inn í harðvítug verkföll m.a. vegna ágreinings um getu vinnuveitenda til að hækka lægstu launin að óbreyttri verðbólgu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Landið logar nú eina ferðina enn í verkföllum, sem hvergi sér fyrir endann á. Engum þarf að koma ófriðarbálið á óvart eftir það sem á undan er gengið. Á fyrri tíð mátti stundum með réttu kenna óraunhæfum kaupkröfum verklýðsfélaga um kollsteypur á vinnumarkaði, t.d. í sólstöðusamningunum 1977. Þá var samið um fjórðungshækkun launa á einu bretti yfir línuna. Verðbólgan jókst í áföngum upp í 83% árið 1983.Hvar liggur ábyrgðin?Að þessu sinni virðast aðrir en launþegar og forustumenn þeirra bera höfuðábyrgð á hvernig komið er á vinnumarkaði. Aukin misskipting sem kristallast í skefjalausri sjálftöku hefur ásamt öðru hleypt illu blóði í kjaraviðræður. Hátekjumenn hafa ítrekað storkað launþegum með lágar tekjur. Nýtt dæmi er þriðjungshækkun stjórnarlauna í HB Granda, sem þiggur enn sem fyrr svo að segja ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Annað dæmi er endurvaktir bónusar í bönkum, sem lúta engri samkeppni erlendis frá. Þriðja dæmið er málarekstur seðlabankastjórans gegn Seðlabankanum fyrir dómstólum vegna launadeilu. Fjórða dæmið er eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar 2013, en það var afturköllun fyrri ákvörðunar um hækkun veiðigjalda eins og til að auglýsa að nógir séu helvítis peningarnir eins og Fjölnismenn sögðu stundum hver við annan. Launþegar fara nú fram á ríflega kjarabót til að jafna metin, þótt þeir megi vita að verðbólgan mun þá aftur láta á sér kræla. Fyrir launþegum með lágar tekjur og miðlungstekjur virðist vaka vonin um að halda hlut sínum gagnvart hátekjuhópum, jafnvel þótt leiðréttingin kunni að hækka höfuðstól verðtryggðra lána og rýra kaupmátt allra hópa þegar frá líður. Við bætist að því er virðist almennari áhugi en áður á að efla hag þeirra sem bera minnst úr býtum.Ný vitneskjaLengi vel var það viðtekin skoðun meðal hagfræðinga að lögfesting eða hækkun lágmarkslauna væri nær sjálfvirk ávísun á aukið atvinnuleysi þar eð hækkun launa myndi knýja vinnuveitendur til að mæta kostnaðaraukanum með því að fækka fólki. Nánari athugun síðustu 15-20 ár hefur breytt þessu viðhorfi. Rannsóknir hagfræðinga á afleiðingum hærri lágmarkslauna í Bandaríkjunum virðast benda til minni áhrifa á atvinnuleysi en áður var talið. Það stafar einkum af því að á fákeypismarkaði, þar sem fáir vinnuveitendur keppa um vinnuaflið, draga bindandi lágmarkslaun úr markaðsvaldi vinnuveitenda, þ.e. úr getu þeirra til að halda launum og atvinnu niðri. Þessi nýja vitneskja hefur rutt sér til rúms í löggjöf í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Lágmarkslaun á landsvísu í Bandaríkjunum eru nú 7,25 dalir á tímann og ná frá 5 dölum í Wyoming upp í 9,50 dali í höfuðborginni Washington. Lágmarkslaun á landsvísu voru hækkuð síðast 2009. Obama forseti hefur hvatt Bandaríkjaþing til að hækka þau í áföngum upp í 12 dali á tímann 2020. Það samsvarar 275.000 krónum á mánuði hér heima miðað við 40 stunda vinnuviku. Forsetinn styðst m.a. við rannsóknir sem benda til að hækkun lágmarkslauna úr 7,25 dölum á tímann (170.000 kr. á mánuði) upp í 9 dali á tímann (211.000 kr. á mánuði) myndi hækka tekjur 7,6 milljóna launþega og auka atvinnuleysi um 0,1% af mannaflanum. Hækkun lágmarkslauna úr 7,25 dölum upp í 10,10 dali á tímann (237.000 kr. á mánuði) myndi með líku lagi hækka tekjur 16,5 milljóna launþega og auka atvinnuleysi um 0,3% af mannaflanum. Sömu heimildir herma, að hækkun lágmarkslauna í 9 dali (eða 10,10 dali) á tímann myndi lyfta 300.000 (eða 900.000) manns upp fyrir fátæktarmörk. Obama forseti heldur því sem sagt fram, studdur rækilegum rannsóknum hagfræðinga, að hækkun lágmarkslauna um meira en þriðjung myndi auka tekjur tíunda hvers vinnandi manns og lyfta 900.000 manns upp úr fátækt, en hafa jafnframt vinnuna af þrem af hverjum þúsund. Forsetinn telur það vera góð skipti. Dæmi nú hver fyrir sig.Fyrirmyndir eða víti til varnaðar? Áður var yfirleitt talið að atvinnumissir af völdum hækkunar lágmarkslauna hlyti að vega þyngra en tekjuauki þeirra sem halda vinnunni. Nú þykjast margir, þar á meðal Obama Bandaríkjaforseti, sjá og skilja í ljósi nýrra rannsókna að svo þurfi ekki að vera. Hæg voru heimatökin. Einn helzti upphafsmaður þessara rannsókna, Alan Krueger prófessor í Princeton-háskóla, var um skeið aðalefnahagsráðgjafi forsetans. Lágmarkslaun eru lögbundin alls staðar á OECD-svæðinu nema á Norðurlöndum, Ítalíu, Sviss og Þýzkalandi. Lægst eru lágmarkslaunin að vísu í Bandaríkjunum og Japan sem hlutfall af meðallaunum eða 38% borið saman við 47% í Bretlandi og 61% í Frakklandi. Frakkar búa við mun meira atvinnuleysi en Bandaríkjamenn, sumpart trúlega af völdum of hárra lágmarkslauna í Frakklandi. Hagfræðingar stjórnvalda og stríðandi fylkinga á vinnumarkaði hér heima hefðu þurft að gefa þessum erlendu fyrirmyndum gaum í tæka tíð og ræða þær við launþega frekar en að horfa á landið sogast inn í harðvítug verkföll m.a. vegna ágreinings um getu vinnuveitenda til að hækka lægstu launin að óbreyttri verðbólgu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun