Myndband Blazroca: Gunnar Nelson var að drepast úr mígreni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 09:00 Margrét Lára Viðarsdóttir markadrottning með Erpi í myndbandinu. Erpur Eyvindarson hefur lengi verið í fararbroddi í íslenskri rapptónlist. Og í nýjasta lagi sínu, sem ber titilinn Fyrirliði, fer hann yfir ferilinn. Myndbandið við lagið, í leikstjórn Eiðs Birgissonar, hefur vakið gríðarmikla athygli, enda bregður mörgum af helstu íþróttastjörnum þjóðarinnar fyrir. Þar má sjá bardagakappann Gunnar Nelson, knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur og körfuknattleiksmanninn Pavel Ermolinski. Einnig koma fram keppendur í fitness, sem standa framarlega í sinni grein á heimsvísu, má þar nefna Magneu Gunnarsdóttur og Aðalheiði Guðmundsdóttur.Aðalheiður Guðmundsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í Módelfitness/bikini fitness og Magnea Gunnarsdóttir var í öðru sæti í módelfitness/bikini fitness á Arnold Classic USA 2014. Auk þeirra birtast Jóhann Þór Friðgeirsson og Teitur Arason hafa náð langt í Fitness hér heima.Gunnar Nelson lét sig ekki vanta en var með hausverk.Gunnar Nelson að deyja úr mígreni „Tökurnar gengu mjög vel en það var auðvitað svolítið púsl að fá allar þessar hetjur í myndbandið, því þetta er fólk sem er yfirleitt mjög upptekið,“ útskýrir Erpur. Myndbandið var skotið í desembermánuði og tóku tökurnar einn sólarhring. „Við unnum sleitulaust í einn sólarhring, menn skiptust bara á að borða og svona. Þetta var keyrsla.“ Erpur segir íþróttahetjurnar hafa sýnt mikla þolinmæði á meðan tökum stóð. „Fólk lagði ýmislegt á sig. Til dæmis var Gunnar Nelson að drepast úr mígreni. En hann er svo grjótharður og sýnir svo lítil svipbrigði að maður tekur ekkert eftir því í myndbandinu.“Hér má sjá myndbandið en umfjöllunin heldur áfram fyrir neðan það:Erpur í upphitunartreyju Björgvins Páls Gústavssonar.Upphitunartreyja frá ÓL „Þar sem myndbandið var tekið upp á miðju handboltatímabilinu vantaði okkur eitthvað af landsliðsmönnunum í myndbandið. En í staðinn fékk ég upphitunartreyjuna hans Björgvins Páls Gústavssonar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 og er í henni í einu skotinu,“ útskýrir rapparinn. Í myndbandinu má einnig sjá markadrottninguna Margréti Láru Viðarsdóttur. „Fá landslið hafa gert okkur jafn stolt og kvennalandsiðið í fótbolta. Það var frábært að fá hana inn í þetta með okkur.“ Í myndbandinu má einnig sjá kraftajötna, boxara og keppendur í fitness. Allt fólk í fremstu röð í sinni íþrótt. Með Erpi í laginu syngur Helgi Sæmundur, meðlimur sveitarinnar Úlfur Úlfur. Erpur er mjög ánægður með framlag Helga í laginu og hrósar honum í hástert.Pavel Ermolinski, landsliðsmaður í körfubolta og fyrirliði KR, sýndi takta.Magnaðar viðtökur Í laginu fjallar Erpur um feril sinn sem rappari og bendir á að XXX Rottweilerhundar hafi átt fyrstu rappplötuna sem náði platínusölu. Erpur tekur einnig fram í textanum að Kópakabana, sólóplata hans sem kom út 2010, hafi verið síðasta rappplatan sem náði gullsölu hér á landi. Viðtökur myndbandsins hafa verið mjög góðar. Fyrsta sólarhringinn á Youtube var horft á það yfir tíu þúsund sinnum. Myndbönd við lög Erps eru gjarnan vinsæl og hefur verið horft á sum þeirra í mörg hundruð þúsund skipti. Tónlist Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Erpur Eyvindarson hefur lengi verið í fararbroddi í íslenskri rapptónlist. Og í nýjasta lagi sínu, sem ber titilinn Fyrirliði, fer hann yfir ferilinn. Myndbandið við lagið, í leikstjórn Eiðs Birgissonar, hefur vakið gríðarmikla athygli, enda bregður mörgum af helstu íþróttastjörnum þjóðarinnar fyrir. Þar má sjá bardagakappann Gunnar Nelson, knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur og körfuknattleiksmanninn Pavel Ermolinski. Einnig koma fram keppendur í fitness, sem standa framarlega í sinni grein á heimsvísu, má þar nefna Magneu Gunnarsdóttur og Aðalheiði Guðmundsdóttur.Aðalheiður Guðmundsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í Módelfitness/bikini fitness og Magnea Gunnarsdóttir var í öðru sæti í módelfitness/bikini fitness á Arnold Classic USA 2014. Auk þeirra birtast Jóhann Þór Friðgeirsson og Teitur Arason hafa náð langt í Fitness hér heima.Gunnar Nelson lét sig ekki vanta en var með hausverk.Gunnar Nelson að deyja úr mígreni „Tökurnar gengu mjög vel en það var auðvitað svolítið púsl að fá allar þessar hetjur í myndbandið, því þetta er fólk sem er yfirleitt mjög upptekið,“ útskýrir Erpur. Myndbandið var skotið í desembermánuði og tóku tökurnar einn sólarhring. „Við unnum sleitulaust í einn sólarhring, menn skiptust bara á að borða og svona. Þetta var keyrsla.“ Erpur segir íþróttahetjurnar hafa sýnt mikla þolinmæði á meðan tökum stóð. „Fólk lagði ýmislegt á sig. Til dæmis var Gunnar Nelson að drepast úr mígreni. En hann er svo grjótharður og sýnir svo lítil svipbrigði að maður tekur ekkert eftir því í myndbandinu.“Hér má sjá myndbandið en umfjöllunin heldur áfram fyrir neðan það:Erpur í upphitunartreyju Björgvins Páls Gústavssonar.Upphitunartreyja frá ÓL „Þar sem myndbandið var tekið upp á miðju handboltatímabilinu vantaði okkur eitthvað af landsliðsmönnunum í myndbandið. En í staðinn fékk ég upphitunartreyjuna hans Björgvins Páls Gústavssonar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 og er í henni í einu skotinu,“ útskýrir rapparinn. Í myndbandinu má einnig sjá markadrottninguna Margréti Láru Viðarsdóttur. „Fá landslið hafa gert okkur jafn stolt og kvennalandsiðið í fótbolta. Það var frábært að fá hana inn í þetta með okkur.“ Í myndbandinu má einnig sjá kraftajötna, boxara og keppendur í fitness. Allt fólk í fremstu röð í sinni íþrótt. Með Erpi í laginu syngur Helgi Sæmundur, meðlimur sveitarinnar Úlfur Úlfur. Erpur er mjög ánægður með framlag Helga í laginu og hrósar honum í hástert.Pavel Ermolinski, landsliðsmaður í körfubolta og fyrirliði KR, sýndi takta.Magnaðar viðtökur Í laginu fjallar Erpur um feril sinn sem rappari og bendir á að XXX Rottweilerhundar hafi átt fyrstu rappplötuna sem náði platínusölu. Erpur tekur einnig fram í textanum að Kópakabana, sólóplata hans sem kom út 2010, hafi verið síðasta rappplatan sem náði gullsölu hér á landi. Viðtökur myndbandsins hafa verið mjög góðar. Fyrsta sólarhringinn á Youtube var horft á það yfir tíu þúsund sinnum. Myndbönd við lög Erps eru gjarnan vinsæl og hefur verið horft á sum þeirra í mörg hundruð þúsund skipti.
Tónlist Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira