Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2015 00:01 Allt Aurum-málið verður nú endurtekið í héraðsdómi þar sem dómsniðurstaðan hefur verið ómerkt vegna vanhæfis meðdómara. Fréttablaðið/Ernir Hæstiréttur féllst í gær á ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al Thani-málinu, en þeir eru bræður. Þetta þýðir að málið verður í heild sinni tekið aftur fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, kalla þarf öll vitni fyrir að nýju og svo framvegis. Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn dómari málsins skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar. Upp komst um ættartengslin í fjölmiðlum eftir uppkvaðningu héraðsdómsins. Aðspurður sagðist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki hafa vitað af ættartengslunum. Sverrir tjáði sig í kjölfarið í fjölmiðlum um að hann hefði upplýst dómsformanninn um skyldleikann og að hann tryði því ekki að saksóknari hefði ekki vitað af tengslunum. Hæstiréttur taldi ummæli Sverris í fjölmiðlum gefa tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Ólafur Þór segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Að sama skapi er það ekki gott þegar endanlegar niðurstöður í málum dragast á langinn. En það blasir núna við að málið fer aftur fyrir héraðsdóm og endurtaka þarf meðferðina þar,“ segir Ólafur Þór. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vonsvikinn. „Ég á satt að segja engin orð til að lýsa skoðun minni á þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir í þessu máli að meðdómarinn stóð í þeirri trú og hafði til þess fulla ástæðu, að orð reyndasta sakadómara landsins, dómsformannsins í málinu, að sérstakur saksóknari væri bara ekki að skýra rétt frá þegar hann kannaðist ekki við að hafa vitað af þessum tengslum. Afleiðingin af þessu er að fjórir menn sem voru sýknaðir í héraði, og áttu von á að fá enda í sín mál á næstu mánuðum, verða að bíða enn eitt árið eftir niðurstöðu í málinu. Minn skjólstæðingur í þessu máli, Jón Ásgeir, er nú þegar búinn að hafa réttarstöðu sakbornings í á þrettánda ár. Mér finnst þetta vera orðið bara alveg til vansa,“ segir Gestur.Orð meðdómarans í fjölmiðlum Í kvöldfréttum RÚV þann 9. júní 2014 var rætt við Sverri Ólafsson, meðdómara í Aurum-málinu, um ættartengsl hans og viðbrögð sérstaks saksóknara sem sagðist ekki hafa verið kunnugt um þau. „Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki vandkvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því ekki í eina sekúndu að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upphafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar að trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir. Aurum Holding málið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Hæstiréttur féllst í gær á ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al Thani-málinu, en þeir eru bræður. Þetta þýðir að málið verður í heild sinni tekið aftur fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, kalla þarf öll vitni fyrir að nýju og svo framvegis. Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn dómari málsins skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar. Upp komst um ættartengslin í fjölmiðlum eftir uppkvaðningu héraðsdómsins. Aðspurður sagðist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki hafa vitað af ættartengslunum. Sverrir tjáði sig í kjölfarið í fjölmiðlum um að hann hefði upplýst dómsformanninn um skyldleikann og að hann tryði því ekki að saksóknari hefði ekki vitað af tengslunum. Hæstiréttur taldi ummæli Sverris í fjölmiðlum gefa tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Ólafur Þór segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Að sama skapi er það ekki gott þegar endanlegar niðurstöður í málum dragast á langinn. En það blasir núna við að málið fer aftur fyrir héraðsdóm og endurtaka þarf meðferðina þar,“ segir Ólafur Þór. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vonsvikinn. „Ég á satt að segja engin orð til að lýsa skoðun minni á þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir í þessu máli að meðdómarinn stóð í þeirri trú og hafði til þess fulla ástæðu, að orð reyndasta sakadómara landsins, dómsformannsins í málinu, að sérstakur saksóknari væri bara ekki að skýra rétt frá þegar hann kannaðist ekki við að hafa vitað af þessum tengslum. Afleiðingin af þessu er að fjórir menn sem voru sýknaðir í héraði, og áttu von á að fá enda í sín mál á næstu mánuðum, verða að bíða enn eitt árið eftir niðurstöðu í málinu. Minn skjólstæðingur í þessu máli, Jón Ásgeir, er nú þegar búinn að hafa réttarstöðu sakbornings í á þrettánda ár. Mér finnst þetta vera orðið bara alveg til vansa,“ segir Gestur.Orð meðdómarans í fjölmiðlum Í kvöldfréttum RÚV þann 9. júní 2014 var rætt við Sverri Ólafsson, meðdómara í Aurum-málinu, um ættartengsl hans og viðbrögð sérstaks saksóknara sem sagðist ekki hafa verið kunnugt um þau. „Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki vandkvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því ekki í eina sekúndu að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upphafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar að trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir.
Aurum Holding málið Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira