Aníta getur unnið í þriðja sinn í hundraðasta Víðavangshlaupi ÍR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Fréttablaðið/Getty ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup. Þetta tímamótahlaup verður líka algjört methlaup því aldrei hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Víðavangshlaup ÍR og enn er tími til þess að skrá sig. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis í kvöld en síðan verður skráning í Hörpunni frá kl. 9.30 til 11.00 á morgun, sjálfan hlaupadaginn. Hlaupaleiðin er ný en hún er 5 kílómetra löng og liggur um hjarta borgarinnar. Hlaupið er ræst í Tryggvagötunni og meðal annars er hlaupið upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina áleiðis í mark við Arnarhól. Alls hefur 9.281 hlaupari tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Það eru allar líkur á því að tíuþúsundasti hlauparinn komi í mark á morgun. Hlaupari sem kemur í mark í 719. sæti mun fá sérstök verðlaun sem hlaupari númer 10.000 frá upphafi. Hin frábæra hlaupakona Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður meðal keppenda í ár. Aníta sigraði í kvennaflokki árin 2012 og 2013 og á nú möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera ung að árum. Líklegustu keppinautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR, María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir. Kári Steinn Karlsson úr ÍR, besti langhlaupari landsins, keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi tveimur dögum síðar. Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR að ræsa hlaupið kl. 12.00 á fimmtudag í Tryggvagötu. Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson, ÍR, Sæmundur Ólafsson, ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, og Ingvar Hjartarson, Fjölni. Innlendar Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Sjá meira
ÍR-ingar halda upp á mikil tímamót í miðbænum á morgun, sumardaginn fyrsta, þegar Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundraðasta skiptið. Engin önnur íþróttakeppni hefur farið fram samfellt í svo langan tíma hér á landi en fyrsta hlaupið fór fram á sumardaginn fyrsta árið 1916 og síðan hefur ekki fallið úr hlaup. Þetta tímamótahlaup verður líka algjört methlaup því aldrei hafa jafn margir verið skráðir til leiks í Víðavangshlaup ÍR og enn er tími til þess að skrá sig. Forskráning er á hlaup.is til miðnættis í kvöld en síðan verður skráning í Hörpunni frá kl. 9.30 til 11.00 á morgun, sjálfan hlaupadaginn. Hlaupaleiðin er ný en hún er 5 kílómetra löng og liggur um hjarta borgarinnar. Hlaupið er ræst í Tryggvagötunni og meðal annars er hlaupið upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og umhverfis Tjörnina áleiðis í mark við Arnarhól. Alls hefur 9.281 hlaupari tekið þátt í hlaupinu frá upphafi. Það eru allar líkur á því að tíuþúsundasti hlauparinn komi í mark á morgun. Hlaupari sem kemur í mark í 719. sæti mun fá sérstök verðlaun sem hlaupari númer 10.000 frá upphafi. Hin frábæra hlaupakona Aníta Hinriksdóttir úr ÍR verður meðal keppenda í ár. Aníta sigraði í kvennaflokki árin 2012 og 2013 og á nú möguleik á að sigra í þriðja skipti þrátt fyrir að vera ung að árum. Líklegustu keppinautar Anítu í hlaupinu eru stöllur hennar úr ÍR, María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir. Kári Steinn Karlsson úr ÍR, besti langhlaupari landsins, keppir ekki að þessu sinni í víðavangshlaupinu því hann mun keppa í maraþonhlaupi tveimur dögum síðar. Kári Steinn fær hins vegar það heiðurshlutverk í 100. Víðavangshlaupi ÍR að ræsa hlaupið kl. 12.00 á fimmtudag í Tryggvagötu. Sigurstranglegustu hlaupararnir í karlaflokki eru Arnar Pétursson, ÍR, Sæmundur Ólafsson, ÍR, Þorbergur Ingi Jónsson, UFA, og Ingvar Hjartarson, Fjölni.
Innlendar Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Sjá meira