Frumburður Gísla Pálma rauk út: Í flokki með Sigur Rós í sölu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 08:45 Mikið var rætt um plötu Gísla Pálma á samskiptamiðlum í gær. Hér er hann með Ásmundi Jónssyni í Smekkleysu í gær. vísir/stefán „Ég man varla eftir öðru eins,“ segir Ásmundur Jónsson, eigandi plötuútgáfunnar og verslunarinnar Smekkleysu, um söluna á plötu rapparans Gísla Pálma sem kom í verslanir í gær. Ásmundur segir að platan fari á stall með plötunni Kveikur, með hljómsveitinni Sigur Rós, þegar kemur að sölu á fyrsta degi. Kveikur kom út árið 2013. Þessar plötur eru þær vinsælustu í sögu Smekkleysu. „Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa. Þetta minnir mann bara á tíunda áratug síðustu aldar. Hér mynduðust biðraðir og eintökin ruku út. Platan var líka pöntuð víða um land og meira að segja alla leið til Bandaríkjanna,“ útskýrir Ásmundur. Hann segist ekki hafa séð fyrir hvers konar bakland rapparinn á. „Aðdáendur hans standa greinlega vel við bakið á honum. Það er svo gaman að finna svona stemningu. Þetta er svo upplífgandi, að sjá að ungt fólk er alveg tilbúið að kaupa tónlist.“ Þegar Gísli Pálmi er spurður um viðtökurnar á fyrsta degi er svarið einfalt: „Ég er orðlaus. Þakklætið er í hámarki.“ Tónlist Tengdar fréttir Notendur Twitter hrósa Gísla Pálma í hástert: Platan lamaði Plain Vanilla Samnefndur frumburður Gísla Pálma kom út í dag. 16. apríl 2015 13:45 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég man varla eftir öðru eins,“ segir Ásmundur Jónsson, eigandi plötuútgáfunnar og verslunarinnar Smekkleysu, um söluna á plötu rapparans Gísla Pálma sem kom í verslanir í gær. Ásmundur segir að platan fari á stall með plötunni Kveikur, með hljómsveitinni Sigur Rós, þegar kemur að sölu á fyrsta degi. Kveikur kom út árið 2013. Þessar plötur eru þær vinsælustu í sögu Smekkleysu. „Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa. Þetta minnir mann bara á tíunda áratug síðustu aldar. Hér mynduðust biðraðir og eintökin ruku út. Platan var líka pöntuð víða um land og meira að segja alla leið til Bandaríkjanna,“ útskýrir Ásmundur. Hann segist ekki hafa séð fyrir hvers konar bakland rapparinn á. „Aðdáendur hans standa greinlega vel við bakið á honum. Það er svo gaman að finna svona stemningu. Þetta er svo upplífgandi, að sjá að ungt fólk er alveg tilbúið að kaupa tónlist.“ Þegar Gísli Pálmi er spurður um viðtökurnar á fyrsta degi er svarið einfalt: „Ég er orðlaus. Þakklætið er í hámarki.“
Tónlist Tengdar fréttir Notendur Twitter hrósa Gísla Pálma í hástert: Platan lamaði Plain Vanilla Samnefndur frumburður Gísla Pálma kom út í dag. 16. apríl 2015 13:45 Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Notendur Twitter hrósa Gísla Pálma í hástert: Platan lamaði Plain Vanilla Samnefndur frumburður Gísla Pálma kom út í dag. 16. apríl 2015 13:45
Ný plata Gísla Pálma: Varð að fanga tímabilið með plötu Rapparinn Gísli Pálmi hefur nú lokið við plötuna sína, sem ber einfaldlega titilinn Gísli Pálmi. Hún kemur út eftir tvær vikur. Á plötunni sýnir Gísli Pálmi á sér nýjar hliðar, bæði í textagerð og lagasmíðum. 28. mars 2015 09:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“