Megas að stæla Þorvald að stæla sig Magnús Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 12:00 Skúli Sverrisson tónlistarmaður segir að þeir Megas hafi á prjónunum að gefa efnið út með haustinu. Visir/Pjetur Einn af mörgum athyglisverðum viðburðum á Listahátíðinni í Reykjavík í ár eru fyrirhugaðir tónleikar í Gamla Bíói þann 26. maí næstkomandi. Þar ætla Megas og Skúli Sverrisson að leiða saman hesta sína ásamt hljómsveit og frumflytja Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar. Flestir þekkja Þorvald sem myndlistarmann, leikskáld, rithöfund og fyrirlesara en færri vita að í honum bjó einnig tónskáld. Þorvaldur lést árið 2013 langt fyrir aldur fram og skildi eftir sig einstakt og fjölbreytt höfundarverk eftir glæsilegan feril. Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur lengi unnið með fjölmörgum þekktum tónlistarmönnum en hann segir að leiðir þeirra Þorvaldar hafi fyrst legið saman þegar þeir voru báðir búsettir í LA fyrir mörgum árum. „Okkur varð strax vel til vina og Þorvaldur var alveg einstakur maður – ótrúlega fjölhæfur listamaður. Ég vissi þó ekki fyrr en eftir andlát hans að það hefði búið í honum tónskáld til viðbótar við alla hina hæfileikana. Það kom þannig til að þegar Þorvaldur lést sá ég um tónlistina fyrir útförina. Ég vissi af því að Þorvaldur hefði verið mikill unnandi Megasar og að hann hefði verið mikilvægur í hans lífi, bæði sem listamaður og vinur. Þannig að ég setti mig í samband við Megas og bað hann um að velja lag til þess að flytja við útförina. Megas sagðist ætla að hugsa málið og þegar ég fór svo að hitta hann nokkru síðar þá rétti hann mér disk og sagðist vera búinn að velja. Megas hafði valið Manni endist varla ævin, eftir Þorvald, og það var að finna á þessum disk ásamt fleiri fínum tónsmíðum og hreint út sagt mögnuðum textum.“Sjá einnig: Þarf að vera í sambandi við djúpið Það sem var á disknum sem Megas afhenti Skúla var efni sem Þorvaldur tók upp ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum þegar hann var í framhaldsnámi í myndlist í Hollandi seint á níunda áratugnum. Þessar upptökur lágu ónýttar þar til fyrir nokkrum árum að Þorvaldur leyfði Megasi að heyra þær. Þeir höfðu verið skólafélagar í Myndlista- og handíðaskólanum og unnið saman þegar Megas samdi tónlist við texta Þorvaldar í leikriti hans Lífið – notkunarreglur. Fimm af þeim lögum komu út á plötunni (Hugboð um) vandræði árið 2011. Undirtektir Megasar voru svo góðar að Þorvaldur fór að vinna með lögin aftur og notaði hljómborð sem Helena kona hans gaf honum í jólagjöf en aðeins fáum vikum síðar varð hann bráðkvaddur á heimili þeirra í Antwerpen í Belgíu. „Við Megas höfum verið að ræða þetta okkar á milli og úr varð að við ætlum að taka upp í vor auk þess að blása til þessara tónleika á Listahátíð. Það gladdi Þorvald alltaf mikið að Megas skyldi vera ánægður með það sem hann var að gera. Þorvaldur varð fyrir miklum áhrifum frá Megasi og stældi hann tvímælalaust, það leynir sér ekkert á upptökunum frá Hollandi. En nú er þetta komið í ákveðinn hring þar sem Megas reynir að stæla Þorvald að stæla sig. Þannig kemur Þorvaldur fram með Ósómaljóðin á Listahátíðinni í Reykjavík í ár.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Einn af mörgum athyglisverðum viðburðum á Listahátíðinni í Reykjavík í ár eru fyrirhugaðir tónleikar í Gamla Bíói þann 26. maí næstkomandi. Þar ætla Megas og Skúli Sverrisson að leiða saman hesta sína ásamt hljómsveit og frumflytja Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar. Flestir þekkja Þorvald sem myndlistarmann, leikskáld, rithöfund og fyrirlesara en færri vita að í honum bjó einnig tónskáld. Þorvaldur lést árið 2013 langt fyrir aldur fram og skildi eftir sig einstakt og fjölbreytt höfundarverk eftir glæsilegan feril. Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur lengi unnið með fjölmörgum þekktum tónlistarmönnum en hann segir að leiðir þeirra Þorvaldar hafi fyrst legið saman þegar þeir voru báðir búsettir í LA fyrir mörgum árum. „Okkur varð strax vel til vina og Þorvaldur var alveg einstakur maður – ótrúlega fjölhæfur listamaður. Ég vissi þó ekki fyrr en eftir andlát hans að það hefði búið í honum tónskáld til viðbótar við alla hina hæfileikana. Það kom þannig til að þegar Þorvaldur lést sá ég um tónlistina fyrir útförina. Ég vissi af því að Þorvaldur hefði verið mikill unnandi Megasar og að hann hefði verið mikilvægur í hans lífi, bæði sem listamaður og vinur. Þannig að ég setti mig í samband við Megas og bað hann um að velja lag til þess að flytja við útförina. Megas sagðist ætla að hugsa málið og þegar ég fór svo að hitta hann nokkru síðar þá rétti hann mér disk og sagðist vera búinn að velja. Megas hafði valið Manni endist varla ævin, eftir Þorvald, og það var að finna á þessum disk ásamt fleiri fínum tónsmíðum og hreint út sagt mögnuðum textum.“Sjá einnig: Þarf að vera í sambandi við djúpið Það sem var á disknum sem Megas afhenti Skúla var efni sem Þorvaldur tók upp ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum þegar hann var í framhaldsnámi í myndlist í Hollandi seint á níunda áratugnum. Þessar upptökur lágu ónýttar þar til fyrir nokkrum árum að Þorvaldur leyfði Megasi að heyra þær. Þeir höfðu verið skólafélagar í Myndlista- og handíðaskólanum og unnið saman þegar Megas samdi tónlist við texta Þorvaldar í leikriti hans Lífið – notkunarreglur. Fimm af þeim lögum komu út á plötunni (Hugboð um) vandræði árið 2011. Undirtektir Megasar voru svo góðar að Þorvaldur fór að vinna með lögin aftur og notaði hljómborð sem Helena kona hans gaf honum í jólagjöf en aðeins fáum vikum síðar varð hann bráðkvaddur á heimili þeirra í Antwerpen í Belgíu. „Við Megas höfum verið að ræða þetta okkar á milli og úr varð að við ætlum að taka upp í vor auk þess að blása til þessara tónleika á Listahátíð. Það gladdi Þorvald alltaf mikið að Megas skyldi vera ánægður með það sem hann var að gera. Þorvaldur varð fyrir miklum áhrifum frá Megasi og stældi hann tvímælalaust, það leynir sér ekkert á upptökunum frá Hollandi. En nú er þetta komið í ákveðinn hring þar sem Megas reynir að stæla Þorvald að stæla sig. Þannig kemur Þorvaldur fram með Ósómaljóðin á Listahátíðinni í Reykjavík í ár.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira