Glöggt er gests augað Stjórnarmaðurinn skrifar 15. apríl 2015 10:30 Tillögur þingmannsins Frosta Sigurjónssonar um umbætur í peningamálum eru athyglisverðar. Líkt og allt of oft vill gerast á Íslandi hefur hins vegar lítið farið fyrir efnislegri umræðu. Aðallega hefur verið einblínt á þá staðreynd að skýrslan er rituð á ensku og fjallað um þá ákvörðun tveggja kollega Frosta að segja sig frá skýrslugerðinni. Sá þáttur skýrslunnar sem mesta athygli hefur vakið er tillaga Frosta um að skoða möguleika á upptöku svokallaðs þjóðpeningakerfis. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en byggist með nokkurri einföldun á því að ríkisvaldið hafi einkarétt á peningamyndun. Bankarnir fá því ekki að skapa peninga líkt og þeir gera í núverandi kerfi, til að mynda þegar þeir veita ný lán. Frosti kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa hemil á peningamyndun íslensku bankanna með sínum hefðbundnu stjórntækjum, s.s. eiginfjárskilyrðum og stýrivöxtum. Bankarnir hafi því skapað mun meiri peninga en hagkerfið þurfi á að halda. Þjóðpeningakerfið sé möguleg lausn á þessu. Frosti hefur þurft að þola talsverða gagnrýni fyrir tillögur sínar, og meðal annars verið sakaður um að kynna til leiks úreltar hugmyndir. Nú hefur honum hins vegar borist stuðningur úr óvæntri átt; frá breska stórblaðinu Financial Times. Þungavigtarstuðningur það. Stundum þarf að setja sig í spor aðkomumanns til að skynja fáránleikann í hversdeginum. Ísland er eitt allra minnsta hagkerfi heims, og sennilega það allra minnsta sem heldur úti eigin gjaldmiðli. Það er því erfitt að sannfæra alþjóðamarkaði um ágæti þess að eiga krónur. Saga krónunnar er heldur ekki glæsileg. Verðbólga hefur lengst af verið stjórnlaus, og gjaldeyrishöft þóttu nauðsynleg lengst af – að undanskildu sjö ára tímabili í upphafi þessarar aldar. Við erum nú aftur í þeirri stöðu að vera land í höftum, þótt stjórnmálamenn tilkynni á tyllidögum að sú verði ekki raunin mikið lengur. Bíðum og sjáum til með það. Það er ljóst að núverandi peningakerfi er satt lífdaga. Flestir sem eru þeirrar skoðunar hafa viljað taka upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er evra, norsk króna eða kanadískur dalur. Upptaka annars gjaldmiðils væri líkleg til að auka stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Tillaga Frosta er önnur möguleg leið að sama markmiði. Honum ber að hrósa fyrir frumlega hugsun og þetta á að skoða af fullri alvöru. Nú þarf tillagan efnislega umfjöllun – þingmenn hljóta að geta klórað sig gegnum skýrsluna. Þótt hún sé á ensku.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Tillögur þingmannsins Frosta Sigurjónssonar um umbætur í peningamálum eru athyglisverðar. Líkt og allt of oft vill gerast á Íslandi hefur hins vegar lítið farið fyrir efnislegri umræðu. Aðallega hefur verið einblínt á þá staðreynd að skýrslan er rituð á ensku og fjallað um þá ákvörðun tveggja kollega Frosta að segja sig frá skýrslugerðinni. Sá þáttur skýrslunnar sem mesta athygli hefur vakið er tillaga Frosta um að skoða möguleika á upptöku svokallaðs þjóðpeningakerfis. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en byggist með nokkurri einföldun á því að ríkisvaldið hafi einkarétt á peningamyndun. Bankarnir fá því ekki að skapa peninga líkt og þeir gera í núverandi kerfi, til að mynda þegar þeir veita ný lán. Frosti kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa hemil á peningamyndun íslensku bankanna með sínum hefðbundnu stjórntækjum, s.s. eiginfjárskilyrðum og stýrivöxtum. Bankarnir hafi því skapað mun meiri peninga en hagkerfið þurfi á að halda. Þjóðpeningakerfið sé möguleg lausn á þessu. Frosti hefur þurft að þola talsverða gagnrýni fyrir tillögur sínar, og meðal annars verið sakaður um að kynna til leiks úreltar hugmyndir. Nú hefur honum hins vegar borist stuðningur úr óvæntri átt; frá breska stórblaðinu Financial Times. Þungavigtarstuðningur það. Stundum þarf að setja sig í spor aðkomumanns til að skynja fáránleikann í hversdeginum. Ísland er eitt allra minnsta hagkerfi heims, og sennilega það allra minnsta sem heldur úti eigin gjaldmiðli. Það er því erfitt að sannfæra alþjóðamarkaði um ágæti þess að eiga krónur. Saga krónunnar er heldur ekki glæsileg. Verðbólga hefur lengst af verið stjórnlaus, og gjaldeyrishöft þóttu nauðsynleg lengst af – að undanskildu sjö ára tímabili í upphafi þessarar aldar. Við erum nú aftur í þeirri stöðu að vera land í höftum, þótt stjórnmálamenn tilkynni á tyllidögum að sú verði ekki raunin mikið lengur. Bíðum og sjáum til með það. Það er ljóst að núverandi peningakerfi er satt lífdaga. Flestir sem eru þeirrar skoðunar hafa viljað taka upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er evra, norsk króna eða kanadískur dalur. Upptaka annars gjaldmiðils væri líkleg til að auka stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Tillaga Frosta er önnur möguleg leið að sama markmiði. Honum ber að hrósa fyrir frumlega hugsun og þetta á að skoða af fullri alvöru. Nú þarf tillagan efnislega umfjöllun – þingmenn hljóta að geta klórað sig gegnum skýrsluna. Þótt hún sé á ensku.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent