Í fyrsta sæti keppninnar og þarf stuðning þjóðarinnar til að halda sér þar Guðrún Ansnes skrifar 14. apríl 2015 10:00 Stefán Atli er sigurstranglegur en þarf að hafa sig allan við til að halda sér í fyrsta sæti. Vísir/Daníel Örn „Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér. Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er í fyrsta sæti núna, og það munar fimmtíu atkvæðum á mér og þeim sem er í öðru sæti,“ segir Stefán Atli Rúnarsson sem keppir í alþjóðlegri plötusnúðakeppni. Keppnin sú arna heitir Wavo og fer alfarið fram á netinu. Um tvö hundruð keppendur skráðu sig til leiks. Mun dómnefnd ráða hver hreppir hnossið en að vinna kosninguna er gríðarleg lyftistöng að sögn Stefáns og eykur til muna líkurnar á að verða valinn. Stefán er eðlilega í skýjunum með stöðuna að svo stöddu en þarf að hafa sig allan við til að halda fyrsta sætinu. „Ég er verulega spenntur fyrir þessu, enda gæti ég komist út að spila á stórri tónlistarhátíð í Kanada,“ segir hann og á þá við Electric Elements sem haldin er 2.-4. maí á Wasaga-ströndinni í Ontario í Kanada. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Kananda. „Þetta er náttúrulega draumur minn og hefur verið lengi. Ég hef ferðast um allt land og plötusnúðast og væri ofboðslega til í að fá tækifæri til að spila úti í heimi,“ segir Stefán einlægur. Hefur Stefán hefur sinnt plötusnúðaáhugamáli sínu á kvöldin og um helgar, en hann vinnur á leikskóla. „Ég væri alveg til í að vinna alfarið við þetta, svo þessi keppni er mikilvægt tækifæri fyrir mig,“ segir hann og vonast til að sem flestir styðji við bakið á honum en kosningu lýkur 30. apríl næstkomandi. Hægt er að kjósa Stefán Atla með því að smella hér.
Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“