Víða um land er bágborin klósettaðstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 08:15 Leiðsögumaður nefnir Snæfellsnes og Reykjanes sérstaklega sem svæði þar sem sárlega skorti almenningssalerni. VÍSIR/GVA „Ég hef þurft að keyra tvo tíma úr leið með ferðamenn til þess eins að komast á klósett,“ segir Olgeir Andrésson, ljósmyndari og fararstjóri hjá Icelandic Aurora. Olgeir bendir á að alltof fá almenningssalerni séu á landsbyggðinni fyrir ferðamenn og að það verði að bæta úr þeim vanda í ljósi aukins ferðamannastraums hér á landi. „Vandamálið er mun meira á veturna en á sumrin, þá eru sum salerni opin sem ekki eru opin á veturna,“ segir Olgeir og í framhaldi tekur hann dæmi um vinsælar ferðir sem farið er í með ferðamenn.Olgeir AndréssonMYND/OA„Til dæmið þegar lagt er af stað í Reykjaneshringinn um klukkan átta að morgni til, þá kemst fólk ekki á klósett fyrr en um hádegi þegar komið er til Grindavíkur,“ segir Olgeir en ferðin tekur um það bil þrjá tíma með skoðunarferðum á milli staða. „Eftir stoppið í Grindavík er farið út á Reykjanesið og helstu staðirnir þar skoðaðir, til dæmis Vaðlahnjúkur, Gunnuhver og brúin milli heimsálfa. Þetta getur tekið um tvo til þrjá tíma og þar er engin salernisaðstaða, hvorki á veturna né á sumrin, og fólk kemst ekki á salernið fyrr en komið er aftur til Reykjavíkur,“ segir Olgeir og bætir við að það bráðvanti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún, Krýsuvík og á Reykjanesinu sjálfu. „Þetta er komið í hendur sveitarfélaganna og ég mundi vilja að ráðherra styrkti sveitarfélögin til þess að bæta úr þessu.”Kjartan Már KjartanssonVÍSIR/REYKJANESBÆR„Ég tek undir þetta allt saman og við skömmumst okkar hreinlega,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Ég veit það að úti á Reykjanesi er verið að hefja undirbúning að aðstöðu fyrir ferðamenn, en hún verður reyndar ekki tilbúin í sumar. Við vitum alveg af þessu og reynum að gera hvað við getum til þess að vinna í þessum málum,“ segir Kjartan. Olgeir tók einnig dæmi um ferðir á Snæfellsnesið og segir vandann einnig mikinn þar, sérstaklega á veturna. „Það er salernisaðstaða á Hótel Búðum en eftir það stopp er næsta salerni á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta þýðir um það bil þrjár klukkustundir án þess að komast á salerni þar sem stoppað er í skoðunarferðir á leiðinni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
„Ég hef þurft að keyra tvo tíma úr leið með ferðamenn til þess eins að komast á klósett,“ segir Olgeir Andrésson, ljósmyndari og fararstjóri hjá Icelandic Aurora. Olgeir bendir á að alltof fá almenningssalerni séu á landsbyggðinni fyrir ferðamenn og að það verði að bæta úr þeim vanda í ljósi aukins ferðamannastraums hér á landi. „Vandamálið er mun meira á veturna en á sumrin, þá eru sum salerni opin sem ekki eru opin á veturna,“ segir Olgeir og í framhaldi tekur hann dæmi um vinsælar ferðir sem farið er í með ferðamenn.Olgeir AndréssonMYND/OA„Til dæmið þegar lagt er af stað í Reykjaneshringinn um klukkan átta að morgni til, þá kemst fólk ekki á klósett fyrr en um hádegi þegar komið er til Grindavíkur,“ segir Olgeir en ferðin tekur um það bil þrjá tíma með skoðunarferðum á milli staða. „Eftir stoppið í Grindavík er farið út á Reykjanesið og helstu staðirnir þar skoðaðir, til dæmis Vaðlahnjúkur, Gunnuhver og brúin milli heimsálfa. Þetta getur tekið um tvo til þrjá tíma og þar er engin salernisaðstaða, hvorki á veturna né á sumrin, og fólk kemst ekki á salernið fyrr en komið er aftur til Reykjavíkur,“ segir Olgeir og bætir við að það bráðvanti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún, Krýsuvík og á Reykjanesinu sjálfu. „Þetta er komið í hendur sveitarfélaganna og ég mundi vilja að ráðherra styrkti sveitarfélögin til þess að bæta úr þessu.”Kjartan Már KjartanssonVÍSIR/REYKJANESBÆR„Ég tek undir þetta allt saman og við skömmumst okkar hreinlega,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Ég veit það að úti á Reykjanesi er verið að hefja undirbúning að aðstöðu fyrir ferðamenn, en hún verður reyndar ekki tilbúin í sumar. Við vitum alveg af þessu og reynum að gera hvað við getum til þess að vinna í þessum málum,“ segir Kjartan. Olgeir tók einnig dæmi um ferðir á Snæfellsnesið og segir vandann einnig mikinn þar, sérstaklega á veturna. „Það er salernisaðstaða á Hótel Búðum en eftir það stopp er næsta salerni á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta þýðir um það bil þrjár klukkustundir án þess að komast á salerni þar sem stoppað er í skoðunarferðir á leiðinni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira