Ekkert lið hefur lifað af risaskell í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2015 06:30 Alex Francis, bandaríski miðherjinn hjá Haukum, skoraði 22,8 stig að meðlatali í Keflavíkurseríunnni en Stólarnir héldu honum í aðeins sjö stigum í fyrsta leik. Vísir/Valli Annar leikur undanúrslitaeinvígis Tindastóls og Hauka fer fram í kvöld í Schenker-höllinni á Ásvöllum en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir 30 stiga sigur í fyrsta leiknum í Síkinu. Stólarnir þurfa tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn í fjórtán ár en Haukar verða hins vegar að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir sér alla leið í úrslitin í fyrsta sinn frá 1993. Sextán lið hafa tapað með 30 stigum eða meira í fyrsta leik í einvígi í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni karla og engu þeirra hefur tekist að komast áfram. Það eru aðeins fjögur lið úr þessum hópi sem hefur tekist að vinna leik tvö eftir slíkan skell og aðeins eitt af þessum sextán liðum komst alla leið í oddaleik. Það var í lokaúrslitunum 1991 þegar Njarðvík vann fyrsta leikinn á móti Keflavík með 3 stigum, Keflvíkingar komust síðan í 2-1 áður en Njarðvík tryggði sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Haukarnir sjálfir hafa lent fjórum sinnum áður í þessari stöðu og eiga enn eftir að vinna leik í seríu eftir slíkt tap í leik eitt. Haukunum var sópað út úr undanúrslitunum 1986 (Njarðvík), í lokaúrslitunum 1993 (Keflavík) og út úr átta liða úrslitunum 1999 (Keflavík) og 2004 (Njarðvík) eftir að hafa tapað fyrsta leiknum með meira en 30 stiga mun. Haukar hafa þegar komist í fámennan hóp í þessari úrslitakeppni með því að verða aðeins annað félagið frá upphafi sem kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu Haukarnir í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. Nú er að sjá hvort Hafnarfjarðarliðið lifi fyrst liða af risaskell í fyrsta leik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, talaði um það að hann hefði líklega smitað leikmenn sína af flensunni í aðdraganda leiksins en þjálfarinn gat lítið verið með liðinu í undirbúningi fyrir leik eitt. Hvort það er ástæðan fyrir þessu stóra tapi á þriðjudagskvöldið eða hreinlega styrkleiki Stólanna kemur betur í ljós í leik tvö í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.00. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26 Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30 Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Annar leikur undanúrslitaeinvígis Tindastóls og Hauka fer fram í kvöld í Schenker-höllinni á Ásvöllum en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir 30 stiga sigur í fyrsta leiknum í Síkinu. Stólarnir þurfa tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn í fjórtán ár en Haukar verða hins vegar að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir sér alla leið í úrslitin í fyrsta sinn frá 1993. Sextán lið hafa tapað með 30 stigum eða meira í fyrsta leik í einvígi í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni karla og engu þeirra hefur tekist að komast áfram. Það eru aðeins fjögur lið úr þessum hópi sem hefur tekist að vinna leik tvö eftir slíkan skell og aðeins eitt af þessum sextán liðum komst alla leið í oddaleik. Það var í lokaúrslitunum 1991 þegar Njarðvík vann fyrsta leikinn á móti Keflavík með 3 stigum, Keflvíkingar komust síðan í 2-1 áður en Njarðvík tryggði sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Haukarnir sjálfir hafa lent fjórum sinnum áður í þessari stöðu og eiga enn eftir að vinna leik í seríu eftir slíkt tap í leik eitt. Haukunum var sópað út úr undanúrslitunum 1986 (Njarðvík), í lokaúrslitunum 1993 (Keflavík) og út úr átta liða úrslitunum 1999 (Keflavík) og 2004 (Njarðvík) eftir að hafa tapað fyrsta leiknum með meira en 30 stiga mun. Haukar hafa þegar komist í fámennan hóp í þessari úrslitakeppni með því að verða aðeins annað félagið frá upphafi sem kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu Haukarnir í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. Nú er að sjá hvort Hafnarfjarðarliðið lifi fyrst liða af risaskell í fyrsta leik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, talaði um það að hann hefði líklega smitað leikmenn sína af flensunni í aðdraganda leiksins en þjálfarinn gat lítið verið með liðinu í undirbúningi fyrir leik eitt. Hvort það er ástæðan fyrir þessu stóra tapi á þriðjudagskvöldið eða hreinlega styrkleiki Stólanna kemur betur í ljós í leik tvö í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26 Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30 Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41
Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26
Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30
Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30