Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 07:15 Landsliðsþjálfararnir Lars og Heimir. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira