Hugleiðingar um spunalækna og mannasiði úr Cheerios-pakka Eva Magnúsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Af hverju verða sum fyrirtæki og einstaklingar svona illa úti í fjölmiðlaumræðu? Það er ekki endilega vegna þess að fyrirtækin eða einstaklingarnir séu alslæmir heldur getur ástæðan oft verið klaufaskapur í samskiptum við fjölmiðla, hroki, undanskot upplýsinga eða almennur skortur á því að koma fyrir sig orði. Þá er vinsælt að tala illa um fjölmiðilinn. Að vísu eru fjölmiðlar mismunandi óvægnir og geta elt einstaklinga og fyrirtæki í langan tíma. Það er oft ástæða fyrir því. Samfélagsmiðlarnir ala einnig við sitt brjóst „fjölmiðlafólk“ eða almenning sem leitast við að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og er á stundum líkt og mannasiðir samfélagsdólga séu fengnir úr Cheerios-pakka. Þessum tilfinningaríku samskiptum á samfélagsmiðlum er oft erfitt að svara án þess að það kalli á ennþá meira skítkast. Sumir telja að almannatengsl séu froða og það fólk sem starfar við að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að koma boðskap sínum til fjölmiðla er stundum kallað spunalæknar, e. spindoctors. Yfirleitt notað í neikvæðri merkingu og reynt að gera störf þeirra tortryggileg. Þetta er að sjálfsögðu hinn mesti misskilningur, almannatenglar eru oftast nær fólk með mikla reynslu, hefur oft starfað í fjölmiðlum í langan tíma og er sérfræðingar í því að búa til fréttir sem ná athygli almennings og miðla þeim til fjölmiðla, en eru núna hinum megin við borðið.Réttar upplýsingar Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í almannatengslum þá starfaði ég hjá sjálfum meistara almannatengslanna, Jóni Hákoni Magnússyni heitnum, en hann stofnaði fyrsta almannatengslafyrirtækið á Íslandi árið 1986. Hann tók sem dæmi að sum fyrirtæki héldu eftir og reyndu að villa um fyrir fjölmiðlum með því að segja 99% sannleikans. Þau sem það gera lendi illa í því vegna þess að fréttin muni að lokum snúast um þetta 1% sem reynt var að halda eftir. Þetta þýðir í raun að það borgi sig að tæma málið strax því sannleikurinn leiti alltaf upp á yfirborðið. Þegar fyrirtæki lenda í áföllum og fjölmiðlar hefja umfjöllun þá skipta fyrstu viðbrögðin miklu máli. Ekki ljúga, segið vondu fréttina strax líkt og að rífa af plástur. Það skiptir miklu máli að vera mannlegur, hroki er óvinur okkar allra og sannleikurinn er sagna bestur. Þessar og margar aðrar lífsreglur er gott að hafa í huga í samskiptum við fjölmiðla. Heiðarleiki er líka dyggð og hvorki Róm né traust til fyrirtækja var byggt á einum degi. Fjölmiðlafólk er ekki óvinurinn og er að vinna vinnuna sína, flestir bara nokkuð vel. Þeir þurfa því án undantekninga á aðstoð fólks að halda við að miðla réttum upplýsingum til almennings og er þá stundum gott að geta leitað til sérfræðinga. „Ég hef ekkert að segja,“ gerir oft illt verra og þögn undirstrikar sektarkennd. Segðu satt – almannatengill eða hver sá sem lýgur að fjölmiðlum lifir ekki lengi í starfi. Það gerir aftur á móti sá sem tekst á við erfiðleikana, biðst afsökunar á mistökum og kemur á framfæri hvað hann ætlar að gera til þess að þau endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Af hverju verða sum fyrirtæki og einstaklingar svona illa úti í fjölmiðlaumræðu? Það er ekki endilega vegna þess að fyrirtækin eða einstaklingarnir séu alslæmir heldur getur ástæðan oft verið klaufaskapur í samskiptum við fjölmiðla, hroki, undanskot upplýsinga eða almennur skortur á því að koma fyrir sig orði. Þá er vinsælt að tala illa um fjölmiðilinn. Að vísu eru fjölmiðlar mismunandi óvægnir og geta elt einstaklinga og fyrirtæki í langan tíma. Það er oft ástæða fyrir því. Samfélagsmiðlarnir ala einnig við sitt brjóst „fjölmiðlafólk“ eða almenning sem leitast við að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og er á stundum líkt og mannasiðir samfélagsdólga séu fengnir úr Cheerios-pakka. Þessum tilfinningaríku samskiptum á samfélagsmiðlum er oft erfitt að svara án þess að það kalli á ennþá meira skítkast. Sumir telja að almannatengsl séu froða og það fólk sem starfar við að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að koma boðskap sínum til fjölmiðla er stundum kallað spunalæknar, e. spindoctors. Yfirleitt notað í neikvæðri merkingu og reynt að gera störf þeirra tortryggileg. Þetta er að sjálfsögðu hinn mesti misskilningur, almannatenglar eru oftast nær fólk með mikla reynslu, hefur oft starfað í fjölmiðlum í langan tíma og er sérfræðingar í því að búa til fréttir sem ná athygli almennings og miðla þeim til fjölmiðla, en eru núna hinum megin við borðið.Réttar upplýsingar Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í almannatengslum þá starfaði ég hjá sjálfum meistara almannatengslanna, Jóni Hákoni Magnússyni heitnum, en hann stofnaði fyrsta almannatengslafyrirtækið á Íslandi árið 1986. Hann tók sem dæmi að sum fyrirtæki héldu eftir og reyndu að villa um fyrir fjölmiðlum með því að segja 99% sannleikans. Þau sem það gera lendi illa í því vegna þess að fréttin muni að lokum snúast um þetta 1% sem reynt var að halda eftir. Þetta þýðir í raun að það borgi sig að tæma málið strax því sannleikurinn leiti alltaf upp á yfirborðið. Þegar fyrirtæki lenda í áföllum og fjölmiðlar hefja umfjöllun þá skipta fyrstu viðbrögðin miklu máli. Ekki ljúga, segið vondu fréttina strax líkt og að rífa af plástur. Það skiptir miklu máli að vera mannlegur, hroki er óvinur okkar allra og sannleikurinn er sagna bestur. Þessar og margar aðrar lífsreglur er gott að hafa í huga í samskiptum við fjölmiðla. Heiðarleiki er líka dyggð og hvorki Róm né traust til fyrirtækja var byggt á einum degi. Fjölmiðlafólk er ekki óvinurinn og er að vinna vinnuna sína, flestir bara nokkuð vel. Þeir þurfa því án undantekninga á aðstoð fólks að halda við að miðla réttum upplýsingum til almennings og er þá stundum gott að geta leitað til sérfræðinga. „Ég hef ekkert að segja,“ gerir oft illt verra og þögn undirstrikar sektarkennd. Segðu satt – almannatengill eða hver sá sem lýgur að fjölmiðlum lifir ekki lengi í starfi. Það gerir aftur á móti sá sem tekst á við erfiðleikana, biðst afsökunar á mistökum og kemur á framfæri hvað hann ætlar að gera til þess að þau endurtaki sig ekki.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun