5.221 kílómetri fyrir þrjú stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2015 06:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfarar. fréttablaðið/valli Aldrei fyrr hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnur þurft að leggjast í jafn langt ferðalag og fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag. Bein loftlína á milli Reykjavíkur og Astana í Kasakstan er 5.221 km en til að bæta gráu ofan á svart þá er tímamismunurinn sex klukkustundir. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var staddur í Frankfurt þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en flestir leikmenn söfnuðust þar saman í gær og tóku svo næturflug yfir til Kasakstans. Það var lagt í hann um kvöldmatarleytið en þrátt fyrir að flugið sé aðeins sex klukkustunda langt var kominn morgun þegar liðið lenti í Astana. „Hugmyndin er sú að menn noti morgundaginn [í dag] til að hrista af sér ferðaþreytuna og jafna sig á tímamismuninum,“ segir Heimir. „Leikmenn leggja sig við komuna upp á hótel fram að hádegi. Þá er haldinn fundur, svo létt æfing og svo fundur aftur um kvöldið. Ætlunin er svo að menn fari að snemma að sofa og nái þessu þannig úr sér á sem stystum tíma.“grafík/garðarLeikmenn koma þó úr mörgum áttum og þrír þeirra koma með öðrum og styttri leiðum til Astana í dag. Hannes Þór Halldórsson kemur frá Tyrklandi þar sem lið hans, Sandnes Ulf, er í æfingaferð og Ragnar Sigurðsson kemur beint frá Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Sá þriðji er Viðar Örn Kjartansson sem spilar í borginni Nanjing í austurhluta Kína. Þó svo að Kína og Kasakstan séu nágrannaríki eru 4.377 km til Astana og ferðalagið því dágóður spölur fyrir hann. Það er þó talsvert styttra en ferðalag Viðars í næsta heimaleik, verði hann valinn í landsliðið þá, en þá á hann fyrir höndum 8.800 km ferðalag. „Við vonum að þetta langa ferðalag muni ekki hafa áhrif á okkar leikmenn enda er ferðin skipulögð með það í huga að menn verði tilbúnir þegar leikurinn hefst,“ segir Heimir um undirbúninginn en góðu fréttirnar eru þær að allir leikmenn komust heilir frá síðustu leikjum sinna félagsliða. „Það er að minnsta kosti ekkert stórvægilegt sem komið hefur upp. Við vonumst til að allir geti tekið þátt í æfingu á morgun.“ Knattspyrnusamband Kasakstans gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Asíu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 en fékk inngöngu í UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, árið 2002. Kasakar hafa tekið þátt í undankeppni stórmóta síðan þá en aldrei komist í lokakeppni HM eða EM. Ísland er í öðru sæti A-riðils með níu stig en Kasakstan er á botninum með eitt stig að loknum fjórum umferðum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
Aldrei fyrr hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnur þurft að leggjast í jafn langt ferðalag og fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag. Bein loftlína á milli Reykjavíkur og Astana í Kasakstan er 5.221 km en til að bæta gráu ofan á svart þá er tímamismunurinn sex klukkustundir. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var staddur í Frankfurt þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en flestir leikmenn söfnuðust þar saman í gær og tóku svo næturflug yfir til Kasakstans. Það var lagt í hann um kvöldmatarleytið en þrátt fyrir að flugið sé aðeins sex klukkustunda langt var kominn morgun þegar liðið lenti í Astana. „Hugmyndin er sú að menn noti morgundaginn [í dag] til að hrista af sér ferðaþreytuna og jafna sig á tímamismuninum,“ segir Heimir. „Leikmenn leggja sig við komuna upp á hótel fram að hádegi. Þá er haldinn fundur, svo létt æfing og svo fundur aftur um kvöldið. Ætlunin er svo að menn fari að snemma að sofa og nái þessu þannig úr sér á sem stystum tíma.“grafík/garðarLeikmenn koma þó úr mörgum áttum og þrír þeirra koma með öðrum og styttri leiðum til Astana í dag. Hannes Þór Halldórsson kemur frá Tyrklandi þar sem lið hans, Sandnes Ulf, er í æfingaferð og Ragnar Sigurðsson kemur beint frá Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Sá þriðji er Viðar Örn Kjartansson sem spilar í borginni Nanjing í austurhluta Kína. Þó svo að Kína og Kasakstan séu nágrannaríki eru 4.377 km til Astana og ferðalagið því dágóður spölur fyrir hann. Það er þó talsvert styttra en ferðalag Viðars í næsta heimaleik, verði hann valinn í landsliðið þá, en þá á hann fyrir höndum 8.800 km ferðalag. „Við vonum að þetta langa ferðalag muni ekki hafa áhrif á okkar leikmenn enda er ferðin skipulögð með það í huga að menn verði tilbúnir þegar leikurinn hefst,“ segir Heimir um undirbúninginn en góðu fréttirnar eru þær að allir leikmenn komust heilir frá síðustu leikjum sinna félagsliða. „Það er að minnsta kosti ekkert stórvægilegt sem komið hefur upp. Við vonumst til að allir geti tekið þátt í æfingu á morgun.“ Knattspyrnusamband Kasakstans gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Asíu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 en fékk inngöngu í UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, árið 2002. Kasakar hafa tekið þátt í undankeppni stórmóta síðan þá en aldrei komist í lokakeppni HM eða EM. Ísland er í öðru sæti A-riðils með níu stig en Kasakstan er á botninum með eitt stig að loknum fjórum umferðum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira