Gjaldmiðill í hjólastól Þröstur Ólafsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum í ESB/EES-ríkjum sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlindaatvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður, sjávarútvegur og stóriðja, bjóða ekki upp á mikla samkeppni og þar sem hægt væri að koma henni við, er það ekki leyft, svo sem með því að bjóða upp hluta kvótans, sem væri samkeppni í reynd. Þá þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi og innflutningi á landbúnaðarvörum sama tilgangi. Samkeppni á fjármálamarkaði er einnig í skötulíki og verður það í enn ríkara mæli, eftir því sem lengist í fjármálahöftunum eða meðan krónan er enn gjaldmiðill þjóðarinnar. Á meðan fitna bankarnir og vextirnir haldast háir. Landlægir háir vextir og verðtrygging samninga og lána eru fylgifiskar íslensku krónunnar. Sá sem borgar brúsann er síðasti neytandi vörunnar, hvort sem það eru matvörur, ferðalög eða húsnæði. Ekkert verndar innlenda starfsemi og dregur úr samkeppni hérlendis eins og veikleikar krónunnar. Því má spyrja, hvort það sé ekki bara gott mál? Nei, því skortur á samkeppni er ávísun á stöðnun og síðan afturför. Verndun er einnig ávísun á hátt innlent verðlag og lélegri lífskjör. Með því að viðhalda krónunni er viðskiptaumhverfi landsins sett í sóttkví og ýtt til baka til áranna fyrir 1985. Forsenda velmegunar Ríkisstjórn sem vill auka velmegun og vernda velferð í landinu verður sífellt að hafa auga á samkeppnishæfni landsins. Ef okkur tekst ekki að bæta samkeppnishæfnina umtalsvert munum við ekki geta fjármagnað það sem þó er enn eftir af velferðarkerfinu, hvað þá að borga þau laun, sem halda ungu fólki hér heima. Íslenska krónan er stærsta hindrunin á þessari vegferð. Hún virkar eins og hár, sveigjanlegur verndartollur til að gera innflutning dýrari. Þótt aldrei megi missa sjónar á því, að íslenskt hagkerfi er örsmátt og þar þrífast ekki margir öflugir leikendur á mörkuðum, þá höfum við verið iðin við að fækka þeim eftir megni. Hér er sú afstaða útbreidd að líta á samkeppni sem ógnun. Sérstaklega höfum við haft horn í síðu útlendinga sem hafa viljað fást við heilbrigð viðskipti hér. Þá er ég ekki að tala um viðskipti sem eru af pólitískum toga og til þess stunduð að koma heimalandi viðkomandi til áhrifa í landinu. Það hefur ekkert með heilbrigð viðskipti að gera, heldur nýja, mjúka yfirráðastefnu. Sterkur gjaldmiðill vernd gegn ásælni Sterkur og stöðugur gjaldmiðill er lykillinn að samkeppnishæfu hagkerfi. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem búið hafa við sterkustu gjaldmiðlana hafa jafnframt verið árangursríkastar í heimsviðskiptum. Sterkur gjaldmiðill er pískur til meiri hagkvæmni og vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki gleyma þeim mikla vaxtamun sem er að jafnaði á milli sterkra gjaldmiðla og veikra. Hér er hann 5–10% m.v. evrulöndin. Sterkur gjaldmiðill er jafnframt hlíf gegn ásælni og yfirráðum fjársterkra einstaklinga eða ágengra ríkja. Lítill veikburða gjaldmiðill er auðveld bráð þeim sem vilja koma róti á efnahag lands og valda pólitískum óróa. Í litlum vanmáttugum gjaldmiðli liggur mikil pólitísk áhætta. Ein meginástæða þess að Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka upp evruna var að útiloka þann leik Rússa að valda usla í efnahag þeirra með því að veikja litlu þjóðlegu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti að verða okkur Íslendingum sérstakt umhugsunarefni. Og það þarf hvorki Rússa né Kínverja til. Það dugar einn stór íslenskur banki. Þó ekki væri nema af þessum sökum mun íslenska krónan aldrei getað þjónað þjóðinni sem frjáls gjaldmiðill. Hún verður bundin í hjólastól, gengi hennar „handstýrt“ og hún mun ekki verða gjaldgeng erlendis. Íslenskum bönkum verður ekki leyft að setja niður útibú erlendis. Sömu sögu er að segja um útibú erlendra banka hérlendis, nema Kínverjar vilji hasla sér völl hér, til að hliðra fyrir áhrifum stjórnar sinnar á stjórnmál og efnahag landsins. Ef þessi litla þjóð á að geta dafnað á erlendum mörkuðum og bægt frá sér erlendri ásælni, þarf hún alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í hjólastól mun hins vegar verða íslenskum efnahag fjötur um fót. Það er því dýrkeypt blekking að halda að það beri vott um þjóðlega reisn og sjálfstæði að halda dauðahaldi í krónuna. Þessu er því miður öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Það er samdóma álit flestra þeirra sem fjalla um efnahagsmál af skynsamlegu viti að samkeppni sé helsti drifkraftur öflugs viðskiptalífs og velmegunar í markaðstengdum hagkerfum. Færa má rök fyrir því, að samkeppni í viðskiptum í ESB/EES-ríkjum sé hvergi minni en á Íslandi. Því valda m.a. stór auðlindageiri, íslenska krónan og smæð hagkerfisins. Auðlindaatvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður, sjávarútvegur og stóriðja, bjóða ekki upp á mikla samkeppni og þar sem hægt væri að koma henni við, er það ekki leyft, svo sem með því að bjóða upp hluta kvótans, sem væri samkeppni í reynd. Þá þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi og innflutningi á landbúnaðarvörum sama tilgangi. Samkeppni á fjármálamarkaði er einnig í skötulíki og verður það í enn ríkara mæli, eftir því sem lengist í fjármálahöftunum eða meðan krónan er enn gjaldmiðill þjóðarinnar. Á meðan fitna bankarnir og vextirnir haldast háir. Landlægir háir vextir og verðtrygging samninga og lána eru fylgifiskar íslensku krónunnar. Sá sem borgar brúsann er síðasti neytandi vörunnar, hvort sem það eru matvörur, ferðalög eða húsnæði. Ekkert verndar innlenda starfsemi og dregur úr samkeppni hérlendis eins og veikleikar krónunnar. Því má spyrja, hvort það sé ekki bara gott mál? Nei, því skortur á samkeppni er ávísun á stöðnun og síðan afturför. Verndun er einnig ávísun á hátt innlent verðlag og lélegri lífskjör. Með því að viðhalda krónunni er viðskiptaumhverfi landsins sett í sóttkví og ýtt til baka til áranna fyrir 1985. Forsenda velmegunar Ríkisstjórn sem vill auka velmegun og vernda velferð í landinu verður sífellt að hafa auga á samkeppnishæfni landsins. Ef okkur tekst ekki að bæta samkeppnishæfnina umtalsvert munum við ekki geta fjármagnað það sem þó er enn eftir af velferðarkerfinu, hvað þá að borga þau laun, sem halda ungu fólki hér heima. Íslenska krónan er stærsta hindrunin á þessari vegferð. Hún virkar eins og hár, sveigjanlegur verndartollur til að gera innflutning dýrari. Þótt aldrei megi missa sjónar á því, að íslenskt hagkerfi er örsmátt og þar þrífast ekki margir öflugir leikendur á mörkuðum, þá höfum við verið iðin við að fækka þeim eftir megni. Hér er sú afstaða útbreidd að líta á samkeppni sem ógnun. Sérstaklega höfum við haft horn í síðu útlendinga sem hafa viljað fást við heilbrigð viðskipti hér. Þá er ég ekki að tala um viðskipti sem eru af pólitískum toga og til þess stunduð að koma heimalandi viðkomandi til áhrifa í landinu. Það hefur ekkert með heilbrigð viðskipti að gera, heldur nýja, mjúka yfirráðastefnu. Sterkur gjaldmiðill vernd gegn ásælni Sterkur og stöðugur gjaldmiðill er lykillinn að samkeppnishæfu hagkerfi. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem búið hafa við sterkustu gjaldmiðlana hafa jafnframt verið árangursríkastar í heimsviðskiptum. Sterkur gjaldmiðill er pískur til meiri hagkvæmni og vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki gleyma þeim mikla vaxtamun sem er að jafnaði á milli sterkra gjaldmiðla og veikra. Hér er hann 5–10% m.v. evrulöndin. Sterkur gjaldmiðill er jafnframt hlíf gegn ásælni og yfirráðum fjársterkra einstaklinga eða ágengra ríkja. Lítill veikburða gjaldmiðill er auðveld bráð þeim sem vilja koma róti á efnahag lands og valda pólitískum óróa. Í litlum vanmáttugum gjaldmiðli liggur mikil pólitísk áhætta. Ein meginástæða þess að Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka upp evruna var að útiloka þann leik Rússa að valda usla í efnahag þeirra með því að veikja litlu þjóðlegu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti að verða okkur Íslendingum sérstakt umhugsunarefni. Og það þarf hvorki Rússa né Kínverja til. Það dugar einn stór íslenskur banki. Þó ekki væri nema af þessum sökum mun íslenska krónan aldrei getað þjónað þjóðinni sem frjáls gjaldmiðill. Hún verður bundin í hjólastól, gengi hennar „handstýrt“ og hún mun ekki verða gjaldgeng erlendis. Íslenskum bönkum verður ekki leyft að setja niður útibú erlendis. Sömu sögu er að segja um útibú erlendra banka hérlendis, nema Kínverjar vilji hasla sér völl hér, til að hliðra fyrir áhrifum stjórnar sinnar á stjórnmál og efnahag landsins. Ef þessi litla þjóð á að geta dafnað á erlendum mörkuðum og bægt frá sér erlendri ásælni, þarf hún alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjaldmiðill í hjólastól mun hins vegar verða íslenskum efnahag fjötur um fót. Það er því dýrkeypt blekking að halda að það beri vott um þjóðlega reisn og sjálfstæði að halda dauðahaldi í krónuna. Þessu er því miður öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi þjóðarinnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun