Slegist um Eyrarrósina 19. mars 2015 11:30 Eyrarrósin verður afhent í tíunda skipti þann 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Þau menningarverkefni sem berjast um verðlaunin í ár eru Listasafn Árnesinga, Frystiklefinn Rifi og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Það verkefni sem ber sigur úr býtum mun hljóta 1.650.000 króna í verðlaun. Undanfarin tíu ár hafa verkefni á borð við Aldrei fór ég suður, Bræðsluna og Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlotið Eyrarrósina og þykir rósin stýra góðri lukku. Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn, en hún er jafnframt verndari samtakanna.1. Listasafn Árnesinga „Ég samgleðst fyrir hönd allra safna þegar ég tek á móti tilnefningunni,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári á listasafninu. Útgangspunktur sýningarhaldsins er að efla áhuga og skilning á sjónlistum og sinna fræðslu. „Að safninu standa öll sveitarfélög Árnessýslu, svo hér er unnið metnaðarfullt starf,“ segir Inga og bætir við: „Það er auðvitað alltaf gaman að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.“2. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði „Tilnefningin hefur ofboðslega hvetjandi áhrif. Hér höfum við unnið allt starf í sjálfboðavinnu svo þetta er reglulega gott klapp á bakið,“ útskýrir Rósa Valtingojer, stjórnandi miðstöðvarinnar. Sköpunarmiðstöðin hefur sjálfbærni og nýtingu samlegðaráhrifa skapandi einstaklinga og verkstæða að leiðarljósi í sínu starfi. „Samfélagið allt hefur hjálpast að við uppbygginguna og starfsemina sem hér fer fram,“ segir Rósa alsæl með tilnefninguna.3. Frystiklefinn Rifi „Fólk hefur gríðarlegan áhuga á að koma til okkar hingað á Snæfellsnes. Mikil gróska er í menningarlífinu hér, og yfir fimmtíu sýningar í gangi síðastliðið ár,“ segir Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann. Frystiklefinn gegnir hlutverki menningarmiðstöðvar og er listamannasetur þar sem uppákomur af ýmsum toga skjóta upp kollinum. „Ég er hrærður og þakklátur, tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér,“ bætir Kári við. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Eyrarrósin verður afhent í tíunda skipti þann 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Þau menningarverkefni sem berjast um verðlaunin í ár eru Listasafn Árnesinga, Frystiklefinn Rifi og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Það verkefni sem ber sigur úr býtum mun hljóta 1.650.000 króna í verðlaun. Undanfarin tíu ár hafa verkefni á borð við Aldrei fór ég suður, Bræðsluna og Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlotið Eyrarrósina og þykir rósin stýra góðri lukku. Forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, mun veita verðlaunin við hátíðlega athöfn, en hún er jafnframt verndari samtakanna.1. Listasafn Árnesinga „Ég samgleðst fyrir hönd allra safna þegar ég tek á móti tilnefningunni,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári á listasafninu. Útgangspunktur sýningarhaldsins er að efla áhuga og skilning á sjónlistum og sinna fræðslu. „Að safninu standa öll sveitarfélög Árnessýslu, svo hér er unnið metnaðarfullt starf,“ segir Inga og bætir við: „Það er auðvitað alltaf gaman að fá jákvæð viðbrögð við því sem maður er að gera.“2. Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði „Tilnefningin hefur ofboðslega hvetjandi áhrif. Hér höfum við unnið allt starf í sjálfboðavinnu svo þetta er reglulega gott klapp á bakið,“ útskýrir Rósa Valtingojer, stjórnandi miðstöðvarinnar. Sköpunarmiðstöðin hefur sjálfbærni og nýtingu samlegðaráhrifa skapandi einstaklinga og verkstæða að leiðarljósi í sínu starfi. „Samfélagið allt hefur hjálpast að við uppbygginguna og starfsemina sem hér fer fram,“ segir Rósa alsæl með tilnefninguna.3. Frystiklefinn Rifi „Fólk hefur gríðarlegan áhuga á að koma til okkar hingað á Snæfellsnes. Mikil gróska er í menningarlífinu hér, og yfir fimmtíu sýningar í gangi síðastliðið ár,“ segir Kári Viðarsson, maðurinn á bak við Frystiklefann. Frystiklefinn gegnir hlutverki menningarmiðstöðvar og er listamannasetur þar sem uppákomur af ýmsum toga skjóta upp kollinum. „Ég er hrærður og þakklátur, tilnefningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur hér,“ bætir Kári við.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira