Breytti lögunum og bætti inn djóki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2015 10:00 „Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu,“ segir Halldór sem situr við hljóðfærið. fréttablaðið/GVA Fréttablaðið/GVA „Við verðum á léttum nótum með tónlist sem allir þekkja en ég fékk frjálsar hendur, breytti lögunum dálítið og bætti inn alls konar djóki,“ segir Halldór Smárason tónlistarmaður. Hann leikur með söngvurunum Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni í Salnum á föstudag og laugardag klukkan 20. Þeir kalla sig Sætabrauðsdrengina og þeir sem hlýddu á jólatónleikana þeirra í vetur vita að þar er þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Halldór er að vestan svo ekki kemur á óvart að þar fari fjölhæfur músíkant, enda fæst hann við allt í senn, nútímatónsmíðar, klassík, djassútsetningar og spilamennsku, bæði eftir nótum og eyranu. Hann getur því verið að semja nútímatónlist fyrir einhvern í Manchester einn daginn og spila fyrir dansi á árshátíð næsta dag. En hvar uppgötvuðu Sætabrauðsdrengirnir hann? „Það var hringt í mig þegar ég var 15 eða 16 ára og ég var beðinn að spila með Bergþóri Páls á tónleikum á Hótel Ísafirði. Ég var voða feiminn við það, alger krakki, en sló samt til og árin eftir það spilaði ég nokkrum sinnum með honum, bæði fyrir vestan og meðan ég var við nám í Listaháskólanum. Svo seig ég inn í þetta samstarf við Sætabrauðsdrengina í haust, þá var stefnan tekin á jólaprógramm og við skemmtum okkur alveg konunglega. Það er svipað uppi á teningnum núna nema nú eru það dægurlagatónleikar. Við ákváðum lög og ég dembdi mér í nýjar útsetningar.“ Halldór kveðst eiga von á góðri skemmtun í Salnum miðað við hvernig æfingarferlið hafi verið. „Það stefnir í rosa partí sem getur ekki klikkað. Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu. Þó um hellings vinnu hafi verið að ræða þá er þetta aðallega gott hópefli sem endar á því að koma fram og gleðja fólk.“ Halldór Smárason hefur verið í námi frá sex ára aldri. Byrjaði á Ísafirði, fór í BA-nám í tónsmíðum við Listaháskólann, síðan beint í MA-nám í New York í tvö ár og lauk því vorið 2014. Síðan hefur hann unnið sjálfstætt og sjaldan verið uppteknari, að eigin sögn. Hann er á förum til Vínar nú í endaðan mars, fékk styrk til að vinna með svissnesk/austurrísku samtímatónskáldi sem heitir Beat Furrer og í haust stefnir hann á doktorsnám í New York í tónsmíðum og í einkatíma í djasspíanóleik. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við verðum á léttum nótum með tónlist sem allir þekkja en ég fékk frjálsar hendur, breytti lögunum dálítið og bætti inn alls konar djóki,“ segir Halldór Smárason tónlistarmaður. Hann leikur með söngvurunum Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni í Salnum á föstudag og laugardag klukkan 20. Þeir kalla sig Sætabrauðsdrengina og þeir sem hlýddu á jólatónleikana þeirra í vetur vita að þar er þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Halldór er að vestan svo ekki kemur á óvart að þar fari fjölhæfur músíkant, enda fæst hann við allt í senn, nútímatónsmíðar, klassík, djassútsetningar og spilamennsku, bæði eftir nótum og eyranu. Hann getur því verið að semja nútímatónlist fyrir einhvern í Manchester einn daginn og spila fyrir dansi á árshátíð næsta dag. En hvar uppgötvuðu Sætabrauðsdrengirnir hann? „Það var hringt í mig þegar ég var 15 eða 16 ára og ég var beðinn að spila með Bergþóri Páls á tónleikum á Hótel Ísafirði. Ég var voða feiminn við það, alger krakki, en sló samt til og árin eftir það spilaði ég nokkrum sinnum með honum, bæði fyrir vestan og meðan ég var við nám í Listaháskólanum. Svo seig ég inn í þetta samstarf við Sætabrauðsdrengina í haust, þá var stefnan tekin á jólaprógramm og við skemmtum okkur alveg konunglega. Það er svipað uppi á teningnum núna nema nú eru það dægurlagatónleikar. Við ákváðum lög og ég dembdi mér í nýjar útsetningar.“ Halldór kveðst eiga von á góðri skemmtun í Salnum miðað við hvernig æfingarferlið hafi verið. „Það stefnir í rosa partí sem getur ekki klikkað. Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu. Þó um hellings vinnu hafi verið að ræða þá er þetta aðallega gott hópefli sem endar á því að koma fram og gleðja fólk.“ Halldór Smárason hefur verið í námi frá sex ára aldri. Byrjaði á Ísafirði, fór í BA-nám í tónsmíðum við Listaháskólann, síðan beint í MA-nám í New York í tvö ár og lauk því vorið 2014. Síðan hefur hann unnið sjálfstætt og sjaldan verið uppteknari, að eigin sögn. Hann er á förum til Vínar nú í endaðan mars, fékk styrk til að vinna með svissnesk/austurrísku samtímatónskáldi sem heitir Beat Furrer og í haust stefnir hann á doktorsnám í New York í tónsmíðum og í einkatíma í djasspíanóleik.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira