
Glíma Íslands við hrunið!
Máltækið gamla kann einnig að hafa skírskotun til þess að oft þarf einhvern utanaðkomandi til að benda heimamönnum, þeim sem lengi hafa samsamað sig tilteknu ástandi, á það sem vel er gert og hitt sem betur mætti fara. Stundum er sagt, og jafnvel í háðslegum tóni, að sannleikurinn komi að utan. Það getur sannleikurinn einmitt átt til, óþægilegur sem hann kann að vera. Þannig kom sannleikurinn um hinar feysknu undirstöður „íslenska efnahagsundursins“ sumpart að utan árið 2006, t.d. í gerfi dansks bankamanns. En að utan kom vissulega líka innistæðulaus þvæla um íslensk efnahagsmál á sama tíma, sbr. lánshæfismat bankanna, allt fram á árið 2008.
Gestur á vegum Sameinuðu þjóðanna
Nýlega bar gest að garði á Íslandi á vegum hinna Sameinuðu þjóða. Nánar tiltekið heimsótti óháður sérfræðingur, Juan Pablo Bohoslavsky, landið á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Tilgangur heimsóknarinnar var að gera úttekt á því hvernig Íslandi hefði tekist í glímu sinni við afleiðingar Hrunsins að uppfylla skyldur sínar á sviði mannréttindamála, einkum hvað varðaði efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Heimsókn sérfræðingsins stóð í viku og eins og fram kemur í skýrslunni um för hans hingað var rætt við fjölmarga aðila, hlustað á ólík sjónarmið og síðan byggt á margvíslegum gögnum.
Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. Hver og einn verður auðvitað að gera upp við sig hversu glöggt hann telur þetta tiltekna gestsauga. Hér var þó hvorki umboðslaus aðili á ferð né er hann þátttakandi í íslenskum stjórnmálum. Hér er ekki heldur um að ræða erindreka tiltekinna sérhagsmuna eða hugmyndafræði, nema það sé talið þjóna sérstakri hugmyndafræði að mannréttindi séu virt í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Almennt er vandséð annað en þessum tiltekna gesti hafi gengið það eitt til að komast sem næst sannleikanum um það sem var tilgangur heimsóknarinnar. Og tilgangurinn var, eins og áður sagði, að skoða frammistöðu Íslands í glímunni við afleiðingar Hrunsins frá þessum mannréttindasjónarhóli. Og nú skulum við gefa gestinum orðið:
Góð einkunn og um leið þarfar ábendingar
Almennt séð verður ekki kvartað undan þeirri einkunn sem hinn óháði mannréttindasérfræðingur gefur viðureign íslenskra stjórnvalda við afleiðingar Hrunsins, allt aftur til haustsins 2008. Í samandregnum niðurstöðum og víðar í textanum segir einfaldlega (í lauslegri þýðingu greinarhöfundar): „Ísland hefur glímt við efnahagsþrengingarnar með árangursríkari hætti en mörg önnur lönd.“ Engu að síður eru settar fram margar þarfar ábendingar, svo sem um að vera á varðbergi gegn hættu á langtímaatvinnuleysi meðal ungs fólks og innflytjenda, berjast gegn fátækt, horfa til stöðu leigjenda o.s.frv.
„Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“
Þegar kemur að því að svara spurningunni um hvort eitthvað megi læra af því hvernig íslensk stjórnvöld tókust á við efnahagserfiðleikana er ýmislegt dregið fram og þar er m.a. að finna eftirfarandi texta (aftur í lauslegri þýðingu greinarhöfundar) og gesturinn hefur síðasta orðið:
„…ríkisstjórnin brást við fjármála- og efnahagsþrengingunum með því að hlífa hópum í viðkvæmri stöðu með auknum fjárframlögum til félagslegra stuðningsaðgerða, með því að auðvelda hlutastörf, með virkum vinnumarkaðsaðgerðum og auknum rétti til atvinnuleysisbóta. Í stað framhlaðinna niðurskurðaraðgerða sem hefðu getað dýpkað kreppuna var lögð áhersla á aðlögun í formi aukinnar tekjuöflunar með þrepaskiptum tekjuskatti, auðlegðarskatti og hærri sköttum á hagnað fyrirtækja. Þó nær allir færðu fórnir var byrðunum, þegar á heildina er litið, dreift á sanngjarnan hátt með því að standa vel vörð um hag hinna tekjulægstu á meðan þeir sem ríkari voru, og þar með síður líklegir til að missa lágmarks félagsleg og efnahagsleg réttindi, öxluðu þyngri byrðar. Á Íslandi dró úr ójöfnuði.“
Skoðun

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar