Götótta Reykjavík Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 10. mars 2015 06:15 Segja má, ýkjulítið, að það fólk sem ekur um götur Reykjavíkur teljist einstaklega lánsamt komist það klakklaust á áfangastað. Götur Reykjavíkur hafa ekki í annan tíma verið verri en nú. Gatnakerfið er götótt, hættulegt og hvimleitt. Greinilegt er að stórátaks er þörf. Og það strax og veður leyfir. Reiðhjólarómantíkin er ágæt. Raunveruleikinn hefur nú kastað skugga á hana í vetur. Það er einungis fyrir hraustasta fólk að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í því árferði sem við höfum búið við. Þegar aðstæður verða erfiðari kemur glöggt í ljós að draumamyndirnar um gjörbreytta borg eru fínar í huga þeirra sem þannig hugsa og á teikniborðinu, en einar sér ganga þær ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ætla greinilega að þrýsta á meirihlutann. Í borgarráði gerðu sjálfstæðismenn þetta að umtalsefni og bókuðu um gatnakerfið: „Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi.“ Framsókn bókaði líka á sama veg. Sjálfstæðismenn benda á að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi á síðasta kjörtímabili dregið verulega úr framlögunum. „Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkuðu framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist.“ Merkilegt er að einna mest eru sýnileg átök milli meirihluta og minnihluta í Reykjavík um hvort þrengja megi gamlar breiðgötur, götur sem voru hannaðar og lagðar af stjórnvöldum sem sáu helst fyrir sér að hraðbrautir lægju þvers og kruss um alla borgina, eða ekki. Sjálfstæðismenn verja gamla fyrirkomulagið og bókuðu í borgarráði: „…hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 milljónir króna verði nýtt í viðhald gatna.“ Margar breytingar hafa tekist með ágætum, til að mynda Borgartúnið. Hluti Grensásvegar var lagður í öðrum anda en nú gildir og er svo sannarlega vel við vöxt. Kjörið er að halda áfram með áætlun um þrengingar þar, þrátt fyrir bókun sjálfstæðismanna um annað. Ýta verður við meirihlutanum og tryggja að gert verði átak í Reykjavík og sama á við um Vegagerðina, borgin er torfær og nánast hættuleg. Ekki er bara hægt að kenna um vondu og óhagstæðu veðri. Tekin var ákvörðun um að slá af kröfunum og víða eru slysagildrur þess vegna og ástandið er engum bjóðandi og engum sæmandi. Reykjavík er götótt borg og verkefnin bíða víða. Það er ekkert að því að huga að umferð hjólandi og gangandi fólks en það má ekki verða lengur á kostnað gatnanna. Trúlegast mun sannast enn og aftur að hinn gullni meðalvegur er bestur. Vonandi auðnast ráðendum borgarinnar að fara bil beggja, meirihlutans og minnihlutans. Frestunin á viðhaldi gatna mun nú kosta sitt. Látið hendur standa fram úr ermum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Segja má, ýkjulítið, að það fólk sem ekur um götur Reykjavíkur teljist einstaklega lánsamt komist það klakklaust á áfangastað. Götur Reykjavíkur hafa ekki í annan tíma verið verri en nú. Gatnakerfið er götótt, hættulegt og hvimleitt. Greinilegt er að stórátaks er þörf. Og það strax og veður leyfir. Reiðhjólarómantíkin er ágæt. Raunveruleikinn hefur nú kastað skugga á hana í vetur. Það er einungis fyrir hraustasta fólk að fara leiðar sinnar á reiðhjóli í því árferði sem við höfum búið við. Þegar aðstæður verða erfiðari kemur glöggt í ljós að draumamyndirnar um gjörbreytta borg eru fínar í huga þeirra sem þannig hugsa og á teikniborðinu, en einar sér ganga þær ekki. Borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ætla greinilega að þrýsta á meirihlutann. Í borgarráði gerðu sjálfstæðismenn þetta að umtalsefni og bókuðu um gatnakerfið: „Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi.“ Framsókn bókaði líka á sama veg. Sjálfstæðismenn benda á að meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hafi á síðasta kjörtímabili dregið verulega úr framlögunum. „Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkuðu framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist.“ Merkilegt er að einna mest eru sýnileg átök milli meirihluta og minnihluta í Reykjavík um hvort þrengja megi gamlar breiðgötur, götur sem voru hannaðar og lagðar af stjórnvöldum sem sáu helst fyrir sér að hraðbrautir lægju þvers og kruss um alla borgina, eða ekki. Sjálfstæðismenn verja gamla fyrirkomulagið og bókuðu í borgarráði: „…hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 milljónir króna verði nýtt í viðhald gatna.“ Margar breytingar hafa tekist með ágætum, til að mynda Borgartúnið. Hluti Grensásvegar var lagður í öðrum anda en nú gildir og er svo sannarlega vel við vöxt. Kjörið er að halda áfram með áætlun um þrengingar þar, þrátt fyrir bókun sjálfstæðismanna um annað. Ýta verður við meirihlutanum og tryggja að gert verði átak í Reykjavík og sama á við um Vegagerðina, borgin er torfær og nánast hættuleg. Ekki er bara hægt að kenna um vondu og óhagstæðu veðri. Tekin var ákvörðun um að slá af kröfunum og víða eru slysagildrur þess vegna og ástandið er engum bjóðandi og engum sæmandi. Reykjavík er götótt borg og verkefnin bíða víða. Það er ekkert að því að huga að umferð hjólandi og gangandi fólks en það má ekki verða lengur á kostnað gatnanna. Trúlegast mun sannast enn og aftur að hinn gullni meðalvegur er bestur. Vonandi auðnast ráðendum borgarinnar að fara bil beggja, meirihlutans og minnihlutans. Frestunin á viðhaldi gatna mun nú kosta sitt. Látið hendur standa fram úr ermum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun