Skapraunandi augnakonfekt Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2015 12:00 Aaru's Awakening er allur handteiknaður og er einstaklega fallegur leikur Það er mjög auðvelt að mistakast í Aaru's Awakening og það mun gerast oft. Þrátt fyrir að það sé auðvelt að verða pirraður yfir leiknum, þá er enn meira pirrandi að gefast upp. Þannig heldur leikurinn manni við efnið. Hann er einstaklega fallegur, en allar útlínur hans voru handteiknaðar.Leikurinn er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox og á uppruna sinn að rekja til Game Creator-verðlaunanna, sem hann hlaut árið 2011. Um er að ræða fyrsta leik þeirra sem að honum koma og í samtali við Vísi sagði Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox, að hann væri alls ekki sá síðasti.Aaru, sem er hetja leiksins, þarf að leysa ýmsar þrautir og til þess beitir hann loftfimleikum og fjarflutningum. Skjóta þarf kúlu á milli óvina til að birtast hinum megin við þá og halda ferðinni áfram. Einnig er hægt að skjóta kúlunni beint í þá og gera út af við þá.Ákvarðanir þarf mjög oft að taka á stuttum tíma og auðvelt er að ruglast á áttum. Að auki kemur fyrir að nauðsynlegt er að hoppa fram af syllum án þess að sjá hvað er fyrir neðan. Það endar yfirleitt með dauða og endurtekningu. Aaru's Awakening er þó skemmtilegur leikur og er kjörinn fyrir einstaklinga með keppnisskap og þolinmæði. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira