Reykdal systur sýna í Gallerí Gróttu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. mars 2015 14:45 Hlín og Hadda Fjóla Reykdal opna samsýningu í Galleríi Gróttu á HönnunarMars. Önnur er hönnuður og hin myndlistarmaður. mynd/gva Ég vinn með olíu á dúk, líka með blýant og vatnslit og túss. Ég vinn málverkin með litlum pensli og mála doppur í rendur eða hringi, lag ofan á lag. Verkin vinn ég út frá náttúruhughrifum, stemmingu og hvernig ég upplifi litina í náttúrunni. Þar tengjumst við systurnar,“ útskýrir Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður en hún vinnur nú að innsetningu fyrir HönnunarMars í Galleríi Gróttu ásamt systur sinni, skartgripahönnuðinum Hlín Reykdal. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 12. mars kl. 17. Báðar hafa þær tekið þátt í samsýningum þar sem hver listamaður eða hönnuður sýnir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sameiginlegri innsetningu og í fyrsta sinn sem þær vinna saman systurnar. „Það hafði blundað í okkur að gera eitthvað saman og við gripum því tækifærið þegar það bauðst,“ segir Hlín. „Samstarfið hefur gengið áreynslulaust fyrir sig, við erum líkar á margan hátt. Hadda vinnur með punktinn og hringformið og ég með kúlur. Við köllumst líka á í litavali,“ segir hún en Hlín hannar skargripi sína úr tréperlum sem hún handmálar og blandar litina sjálf.Hlín hannar skartgripi úr trékúlum sem hún handmálar og sækir innblástur í litaflóru náttúrunnar.„Það var einmitt skemmtilegt að sjá hvað við vorum ótrúlega nálægt hvor annarri þegar við fórum að vinna,“ segir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þegar Hadda bjó í Gautaborg í yfir tíu ár. „Við unnum sýninguna þannig að við töluðum mikið saman og héldum fundi og kíktum á vinnustofuna hjá hvor annarri. Við skoðuðum salinn líka vel og hugmyndin er að setja saman innsetningu og samspil sem áhorfandinn mun upplifa,“ útskýrir Hadda Fjóla. „Það er gaman fyrir mig sem hönnuð að fara inn á svið myndlistarinnar en það er ákveðið bil á milli hönnunar og myndlistar,“ segir Hlín. „Ég er að hanna söluvöru sem er annar hlutur en að setja upp listaverk. Margir minna kúnna hafa reyndar hengt festarnar mínar upp á vegg hjá sér, sem mér þykir mikill heiður,“ segir Hlín og þær systurnar eru sammála um að vinnan við sýninguna hafi einnig gefið þeim nýja sýn á eigin verk. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt vinnuferli,“ segir Hadda Fjóla.Hadda Fjóla vinnur olíumálverk með fíngerðum pensli og hleður doppum lag fyrir lag.Systurnar verða með leiðsögn um sýninguna 13. mars kl. 15-17 og dagana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýningin stendur til 31. mars. Nánar má forvitnast um verk þeirra á haddafjolareykdal.com og hlinreykdal.com. HönnunarMars Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Ég vinn með olíu á dúk, líka með blýant og vatnslit og túss. Ég vinn málverkin með litlum pensli og mála doppur í rendur eða hringi, lag ofan á lag. Verkin vinn ég út frá náttúruhughrifum, stemmingu og hvernig ég upplifi litina í náttúrunni. Þar tengjumst við systurnar,“ útskýrir Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður en hún vinnur nú að innsetningu fyrir HönnunarMars í Galleríi Gróttu ásamt systur sinni, skartgripahönnuðinum Hlín Reykdal. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 12. mars kl. 17. Báðar hafa þær tekið þátt í samsýningum þar sem hver listamaður eða hönnuður sýnir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sameiginlegri innsetningu og í fyrsta sinn sem þær vinna saman systurnar. „Það hafði blundað í okkur að gera eitthvað saman og við gripum því tækifærið þegar það bauðst,“ segir Hlín. „Samstarfið hefur gengið áreynslulaust fyrir sig, við erum líkar á margan hátt. Hadda vinnur með punktinn og hringformið og ég með kúlur. Við köllumst líka á í litavali,“ segir hún en Hlín hannar skargripi sína úr tréperlum sem hún handmálar og blandar litina sjálf.Hlín hannar skartgripi úr trékúlum sem hún handmálar og sækir innblástur í litaflóru náttúrunnar.„Það var einmitt skemmtilegt að sjá hvað við vorum ótrúlega nálægt hvor annarri þegar við fórum að vinna,“ segir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þegar Hadda bjó í Gautaborg í yfir tíu ár. „Við unnum sýninguna þannig að við töluðum mikið saman og héldum fundi og kíktum á vinnustofuna hjá hvor annarri. Við skoðuðum salinn líka vel og hugmyndin er að setja saman innsetningu og samspil sem áhorfandinn mun upplifa,“ útskýrir Hadda Fjóla. „Það er gaman fyrir mig sem hönnuð að fara inn á svið myndlistarinnar en það er ákveðið bil á milli hönnunar og myndlistar,“ segir Hlín. „Ég er að hanna söluvöru sem er annar hlutur en að setja upp listaverk. Margir minna kúnna hafa reyndar hengt festarnar mínar upp á vegg hjá sér, sem mér þykir mikill heiður,“ segir Hlín og þær systurnar eru sammála um að vinnan við sýninguna hafi einnig gefið þeim nýja sýn á eigin verk. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt vinnuferli,“ segir Hadda Fjóla.Hadda Fjóla vinnur olíumálverk með fíngerðum pensli og hleður doppum lag fyrir lag.Systurnar verða með leiðsögn um sýninguna 13. mars kl. 15-17 og dagana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýningin stendur til 31. mars. Nánar má forvitnast um verk þeirra á haddafjolareykdal.com og hlinreykdal.com.
HönnunarMars Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira