Er sjálfsagt að svíkja fyrirheit? Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 28. febrúar 2015 08:07 Ekkert lyklafrumvarp er í smíðum. „Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.“ Þetta segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá vordögum hennar. Við þessi fyrirheit verður ekki staðið samkvæmt því sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Og kemur eflaust mörgum á óvart. Ólöf hafði áður gefið fyrirheit um lyklaleiðina. „Það er alveg rétt og þarf ekki að hafa mörg orð um það að lyklaleiðin var ein þeirra leiða sem við sjálfstæðismenn töluðum um á síðasta kjörtímabili og var líka hluti af þeim skuldapælingum sem ég ræddi um á flokksráðsfundi árið 2012,“ sagði Ólöf í ræðustól Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar spurði hana um málið. Niðurstaðan er mörgum vonbrigði. Fólkið sem skuldar umfram eignir batt vonir við að geta gengið út skuldlaust og þá einnig eignalaust. Nú blasir við að eignirnar eru tapaðar en skuldirnar hverfa ekki. Það er ömurlegt hlutskipti. Í sömu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.“ Þarna stangast orð ráðherrans á við það sem talið var að væri í pípunum. Í aðgerðaáætluninni, boðorðunum tíu, sem var samþykkt á Alþingi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, var gert ráð fyrir hvoru tveggja, leiðréttingunni og lyklaleiðinni. Nú er verið að blása lausnina fyrir verst settu skuldarana af. Staða þess fólks verður erfið um langa framtíð. Helgi Hjörvar gerði forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því gær að umtalsefni. Þar sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um afnám fjármagnshaftanna: „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Helgi Hjörvar sagði á Alþingi: „Nú eru auðvitað vaxandi áhyggjur af því að við afnám gjaldeyrishafta geti skuldir heimilanna aftur rokið upp úr öllu valdi. Þá væri það auðvitað mikilvæg trygging fyrir heimilin í landinu ef búið væri að ganga frá því í lög að sama staða kæmi ekki upp aftur, sem ég tel að hafi verið mistök af okkur hér á Alþingi, að heimilin yfirhöfuð geti lent í þeirri stöðu að vera yfirskuldsett.“ Ólöf sagði að mörgu að hyggja við losun haftanna, en á Alþingi í gær kvað hún upp úr með að þeir skuldara sem eru í hvað verstri stöðu geta hætt að vonast til að geta gengið út af heimilum sínum skuldlausir. Skuldirnar munu fylgja þeim, hvert sem þeir fara. Trúlega eru þetta vond skilaboð fyrir það fólk sem fyrir verður. Við hin verðum að spyrja hvort það gangi að stjórnmálamenn segi eitt en geri annað. Framundan eru átök um slit á Evrópuviðræðunum, þrátt fyrir skýr loforð um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ekkert lyklafrumvarp er í smíðum. „Kannað verði hvernig gera megi eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna án gjaldþrots undan eftirstöðvum sem veðið sjálft stendur ekki undir. Um verði að ræða tímabundna aðgerð sem miði að því að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins. Niðurstaða liggi fyrir í september 2013.“ Þetta segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá vordögum hennar. Við þessi fyrirheit verður ekki staðið samkvæmt því sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra upplýsti á Alþingi í gær. Og kemur eflaust mörgum á óvart. Ólöf hafði áður gefið fyrirheit um lyklaleiðina. „Það er alveg rétt og þarf ekki að hafa mörg orð um það að lyklaleiðin var ein þeirra leiða sem við sjálfstæðismenn töluðum um á síðasta kjörtímabili og var líka hluti af þeim skuldapælingum sem ég ræddi um á flokksráðsfundi árið 2012,“ sagði Ólöf í ræðustól Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar spurði hana um málið. Niðurstaðan er mörgum vonbrigði. Fólkið sem skuldar umfram eignir batt vonir við að geta gengið út skuldlaust og þá einnig eignalaust. Nú blasir við að eignirnar eru tapaðar en skuldirnar hverfa ekki. Það er ömurlegt hlutskipti. Í sömu aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verði úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.“ Þarna stangast orð ráðherrans á við það sem talið var að væri í pípunum. Í aðgerðaáætluninni, boðorðunum tíu, sem var samþykkt á Alþingi skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við, var gert ráð fyrir hvoru tveggja, leiðréttingunni og lyklaleiðinni. Nú er verið að blása lausnina fyrir verst settu skuldarana af. Staða þess fólks verður erfið um langa framtíð. Helgi Hjörvar gerði forsíðufrétt Fréttablaðsins frá því gær að umtalsefni. Þar sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um afnám fjármagnshaftanna: „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Helgi Hjörvar sagði á Alþingi: „Nú eru auðvitað vaxandi áhyggjur af því að við afnám gjaldeyrishafta geti skuldir heimilanna aftur rokið upp úr öllu valdi. Þá væri það auðvitað mikilvæg trygging fyrir heimilin í landinu ef búið væri að ganga frá því í lög að sama staða kæmi ekki upp aftur, sem ég tel að hafi verið mistök af okkur hér á Alþingi, að heimilin yfirhöfuð geti lent í þeirri stöðu að vera yfirskuldsett.“ Ólöf sagði að mörgu að hyggja við losun haftanna, en á Alþingi í gær kvað hún upp úr með að þeir skuldara sem eru í hvað verstri stöðu geta hætt að vonast til að geta gengið út af heimilum sínum skuldlausir. Skuldirnar munu fylgja þeim, hvert sem þeir fara. Trúlega eru þetta vond skilaboð fyrir það fólk sem fyrir verður. Við hin verðum að spyrja hvort það gangi að stjórnmálamenn segi eitt en geri annað. Framundan eru átök um slit á Evrópuviðræðunum, þrátt fyrir skýr loforð um annað.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun