Farðaði ofurfyrirsætu fyrir Chanel samkomu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 09:30 Ísak Freyr og Isabel Fontana. Vísir Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal. RFF Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal.
RFF Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira