Sérstakt kvöld í Laugardalshöllinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Fer á EM. Einar Daði verður einn sex Íslendinga sem keppa á EM innanhúss í frjálsum í næsta mánuði. fréttablaðið/anton Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“ Innlendar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“
Innlendar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira