Þar rímar saman hljóð og mynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 11:30 „Við erum að mæla allt út,“ segir Tumi sem var í óðaönn að koma fyrir græjum í Hafnarborg þegar myndin var tekin. Vísir/GVA „Við erum að mæla allt út, stillingarnar þurfa að vera nákvæmar,“ segir Tumi Magnússon þar sem hann er að setja upp vídeóskerma í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar opnar hann sýningu á morgun, laugardag, klukkan 15. Hún nefnist Largo Presto og einkennist af hljóðum og hreyfingu. Tumi kveðst oft hafa sett upp vídeósýningar áður en þessi sé sú stærsta, með átta skjáum. Myndefnið gefur allt frá sér takt eða síbreytilega takta, enda sýningin eiginlega eins mikið hljóðverk og myndverk, að sögn listamannsins sem ekki vill skemma upplifun sýningargesta með of miklum útskýringum. Hann er þekktur fyrir að vinna með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir ekki á hversdagslegan hátt, heldur með næmi og hárfínum húmor. Sýningin er í efri sal Hafnarborgar. Hluti hennar er prentaðar ljósmyndir og þar kemur líka hraði inn í, en á annan hátt en í vídeóinnsetningunni. Tumi hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur myndlistarkonu. Hann segir þau koma til Íslands á sumrin og dvelja þá mest á Seyðisfirði. Þar sé gott að vera, „fallegur staður, gróska og gott andrúmsloft,“ eins og hann orðar það. En hvernig finnst honum að vera heima á þorranum? „Mér finnst það frábært,“ segir hann sannfærandi. „Hressandi að lenda í byl þótt eflaust geti það orðið leiðigjarnt.“ Hann kveðst eiga eftir að finna stað fyrir sýninguna Largo Presto í Danmörku en hún fer til Úrúgvæ í haust. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum að mæla allt út, stillingarnar þurfa að vera nákvæmar,“ segir Tumi Magnússon þar sem hann er að setja upp vídeóskerma í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar opnar hann sýningu á morgun, laugardag, klukkan 15. Hún nefnist Largo Presto og einkennist af hljóðum og hreyfingu. Tumi kveðst oft hafa sett upp vídeósýningar áður en þessi sé sú stærsta, með átta skjáum. Myndefnið gefur allt frá sér takt eða síbreytilega takta, enda sýningin eiginlega eins mikið hljóðverk og myndverk, að sögn listamannsins sem ekki vill skemma upplifun sýningargesta með of miklum útskýringum. Hann er þekktur fyrir að vinna með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir ekki á hversdagslegan hátt, heldur með næmi og hárfínum húmor. Sýningin er í efri sal Hafnarborgar. Hluti hennar er prentaðar ljósmyndir og þar kemur líka hraði inn í, en á annan hátt en í vídeóinnsetningunni. Tumi hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur myndlistarkonu. Hann segir þau koma til Íslands á sumrin og dvelja þá mest á Seyðisfirði. Þar sé gott að vera, „fallegur staður, gróska og gott andrúmsloft,“ eins og hann orðar það. En hvernig finnst honum að vera heima á þorranum? „Mér finnst það frábært,“ segir hann sannfærandi. „Hressandi að lenda í byl þótt eflaust geti það orðið leiðigjarnt.“ Hann kveðst eiga eftir að finna stað fyrir sýninguna Largo Presto í Danmörku en hún fer til Úrúgvæ í haust.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira