Bananamenning Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Ég hef haft vaxandi áhyggjur af góðum vini mínum síðustu árin. Ástæðan er neysla hans á banönum. Fyrsta bananans neytti hann á unglingsárum og þótti lítið til hans koma, bragðið var vont og hann átti erfitt með að venjast því. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að borða banana, einkum um helgar og í kringum frídaga. Í menntaskóla var hann álitinn furðulegur vegna banananeyslunnar. Hann mætti í partí með knippi af banönum og slafraði þeim í sig á ógnarhraða. Fólki fannst þetta skrýtið. Síðustu ár hefur síst dregið úr banananeyslu vinar míns. Ástandið er verst um helgar, sér í lagi ef eitthvað er um að vera. Ég hef margsinnis fylgst með honum hesthúsa 10-12 banönum á einu kvöldi, oftar en ekki með þeim afleiðingum að morgundagurinn eyðileggst vegna meltingartruflana og annarra líkamlegra óþæginda. Í utanlandsferðum borðar hann banana hömlulaust frá morgni til kvölds. Byrjar í Leifstöð og hættir ekki fyrr en fyrsta freyja bíður góða farþega velkomna heim. Nú er svo komið að fólk talar opinskátt um banananeyslu hans og telur hann eiga við vandamál að stríða. Sumir segja að hann sé háður banönum. Aðspurður segir hann að þetta sé ákveðin menning, enda bananar ósköp venjuleg neysluvara. Hinsvegar, til að slá á áhyggjur fólks hefur hann nýlega sett sér reglur. Enginn banani fyrr en eftir kl. 5 á daginn og 4 um helgar. Í utanlandsferðum miðast fyrsti bananinn við hádegi. Svo hefur hann einnig tekið upp á því að borða enga banana í janúar ár hvert. Með vísan í þessar reglur og viðmið kveðst hann hafa fulla stjórn á neyslu sinni. Persónulega hef ég mínar efasemdir. Stundum vildi ég óska þess að vinur minn gæti bara fengið sér bjór í staðinn fyrir banana. Þá þætti hann ósköp eðlilegur maður og enginn liti hann hornauga. Bjórmenning er nefnilega engin bananamenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ég hef haft vaxandi áhyggjur af góðum vini mínum síðustu árin. Ástæðan er neysla hans á banönum. Fyrsta bananans neytti hann á unglingsárum og þótti lítið til hans koma, bragðið var vont og hann átti erfitt með að venjast því. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að borða banana, einkum um helgar og í kringum frídaga. Í menntaskóla var hann álitinn furðulegur vegna banananeyslunnar. Hann mætti í partí með knippi af banönum og slafraði þeim í sig á ógnarhraða. Fólki fannst þetta skrýtið. Síðustu ár hefur síst dregið úr banananeyslu vinar míns. Ástandið er verst um helgar, sér í lagi ef eitthvað er um að vera. Ég hef margsinnis fylgst með honum hesthúsa 10-12 banönum á einu kvöldi, oftar en ekki með þeim afleiðingum að morgundagurinn eyðileggst vegna meltingartruflana og annarra líkamlegra óþæginda. Í utanlandsferðum borðar hann banana hömlulaust frá morgni til kvölds. Byrjar í Leifstöð og hættir ekki fyrr en fyrsta freyja bíður góða farþega velkomna heim. Nú er svo komið að fólk talar opinskátt um banananeyslu hans og telur hann eiga við vandamál að stríða. Sumir segja að hann sé háður banönum. Aðspurður segir hann að þetta sé ákveðin menning, enda bananar ósköp venjuleg neysluvara. Hinsvegar, til að slá á áhyggjur fólks hefur hann nýlega sett sér reglur. Enginn banani fyrr en eftir kl. 5 á daginn og 4 um helgar. Í utanlandsferðum miðast fyrsti bananinn við hádegi. Svo hefur hann einnig tekið upp á því að borða enga banana í janúar ár hvert. Með vísan í þessar reglur og viðmið kveðst hann hafa fulla stjórn á neyslu sinni. Persónulega hef ég mínar efasemdir. Stundum vildi ég óska þess að vinur minn gæti bara fengið sér bjór í staðinn fyrir banana. Þá þætti hann ósköp eðlilegur maður og enginn liti hann hornauga. Bjórmenning er nefnilega engin bananamenning.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun