Tónlist

Sest á bak við settið í AC/DC

Gunnar Leó Pálsson skrifar
AC/DC kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi og hefur engu gleymt.
AC/DC kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi og hefur engu gleymt. nordicphotos/getty
Ástralska rokkhljómsveitin AC/DC hefur staðfest að trommuleikarinn Chris Slade muni leysa Phil Rudd af á næsta tónleikaferðalagi sveitarinnar. Hún er á leið í tónleikaferðalag um heiminn.

Slade var áður meðlimur í AC/DC, á árunum 1989 og 1994 og lék inn á plötuna The Razor's Edge. Þá kom hann fram með sveitinni á Grammy-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi.

Phil Rudd er nú staddur á Nýja-Sjálandi og bíður þar réttarhalda yfir sér. Hann er ákærður fyrir að hafa reynt að ráða leigumorðingja til starfa til þess að taka tvo menn af lífi. Jafnframt er honum gefið að sök að hafa haft í fórum sínum eiturlyf; metamfetamín og kannabis. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×