Meira fyrir ævintýri en predikanir Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2015 16:00 kuggur og félagar Ragnheiður Steindórsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Edda Arnljótsdóttir fara með hlutverkin í fyrsta barnaleikriti Sigrúnar Eldjárn. Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarkonu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frumsýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leikstjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og nú leikskáld.Fréttablaðið/Andri MarinóSem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlistinni. „Ég var búin að vera að myndskreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn alltaf að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barnabókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forðast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikanir. Ef það er boðskapur í viðkomandi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í dag er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, myndlistarkonu og rithöfund. Sigrún hefur verið að skrifa og myndskreyta barnabækur lengi eða allt frá því að fyrsta bók hennar, Allt í plati, kom út árið 1980. Síðan þá hefur Sigrún skrifað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og er hún því kynslóðum barna og foreldra að góðu kunn. Hér er hins vegar á ferðinni fyrsta leikrit Sigrúnar sem er orðin spennt fyrir frumsýningu dagsins. „Þetta er óneitanlega rosalega spennandi en það er frábært fólk í öllum stöðum, leikarar, leikstjóri, hönnuðir og hreinlega hvar sem er á litið þannig að ég er óskaplega glöð með þetta og veit að þetta er allt saman í góðum höndum.“Það er hlutverk barnabókanna að ala upp kynslóðir lesenda segir Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur og nú leikskáld.Fréttablaðið/Andri MarinóSem höfundur hefur Sigrún alla tíð fengist við að skrifa og myndskreyta barnabækur en eins og hún segir sjálf þá er þessi nálgun eflaust afleiðing þess að rætur hennar liggja í myndlistinni. „Ég var búin að vera að myndskreyta bækur í talsverðan tíma þegar ég ákvað að prófa að skrifa líka. Ég er einhvern veginn alltaf að vinna með þetta samspil mynda og texta. Myndirnar eru svo stór þáttur í því sem ég geri að barnabækurnar urðu sjálfkrafa að mínu formi. Það væri þó gaman að skrifa einhvern tíma myndskreytta bók fyrir fullorðna en það er þó ekkert endilega á döfinni.“ Sigrún leggur mikla áherslu á hversu mikilvægt starf það sé að skrifa fyrir börn. „Þetta er starf sem skiptir máli. Það skiptir máli að börn lesi og það er hlutverk barnabókanna að ala upp komandi kynslóðir lesenda vegna þess að lestur er mikilvægur. Ég hef hins vegar aldrei leitast við að hafa boðskap í mínum verkum, forðast það eiginlega frekar en hitt, því ég er ekkert fyrir predikanir. Ef það er boðskapur í viðkomandi verki þá er það eitthvað sem gerist bara vegna þess að ég er meira fyrir sögur, ævintýri og gleði. Það er það sem ég vil miðla í mínum verkum. Ég er líka svo mikið barn í mér og hef eflaust aldrei vaxið alveg upp úr því.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira