Misheppnuð upprisa Grim Fandango Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2015 19:00 Þrátt fyrir að vera dánir sýna karakterar leiksins mikinn húmor og eru vel talsettir. Grim Fandango er vel skrifaður leikur og fyndinn. Persónurnar vel talsettar og eftirminnilegar. Leikurinn verður þó fljótt að hálfgerðri martröð þar sem spilarinn prófar sig áfram og áfram við lausn þrauta. Oft liggur ekki fyrir hver þrautin er og leitin að þrautinni endar oft með snöggu gúggli. Lucastarts gaf leikinn fyrst út 1998. Söguhetjan er Manny Calavera sem vinnur á eins konar ferðaskrifstofu sem selur látnum einstaklingum ferðir yfir í eilífðina. Manny kemst síðan að því að eitthvað misjafnt er í gangi í landi hinna dauðu og hefst þá ævintýrið.Samanburður á graffík Leikurinn hefur nú verið endurútgefinn fyrir PC, PS4 og PSVita. Grafíkin, hljóð og fleira endurbætt. En það þarf meira til. Myndskeið leiksins hafa ekki fengið mikla athygli við endurbæturnar og sömuleiðis bakgrunnurinn. Framleiðendurnir nýttu sér þar að auki ekki tækifærið til að bæta spilun og viðmót leiksins. Húmorinn og persónurnar vega ekki upp á móti þeirri miklu tilraunastarfsemi sem leikmenn ganga í gegnum til að spila leikinn. Margir eru eflaust ósammála en Grim Fandango hefði átt að vera áfram í landi hinna dauðu. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Grim Fandango er vel skrifaður leikur og fyndinn. Persónurnar vel talsettar og eftirminnilegar. Leikurinn verður þó fljótt að hálfgerðri martröð þar sem spilarinn prófar sig áfram og áfram við lausn þrauta. Oft liggur ekki fyrir hver þrautin er og leitin að þrautinni endar oft með snöggu gúggli. Lucastarts gaf leikinn fyrst út 1998. Söguhetjan er Manny Calavera sem vinnur á eins konar ferðaskrifstofu sem selur látnum einstaklingum ferðir yfir í eilífðina. Manny kemst síðan að því að eitthvað misjafnt er í gangi í landi hinna dauðu og hefst þá ævintýrið.Samanburður á graffík Leikurinn hefur nú verið endurútgefinn fyrir PC, PS4 og PSVita. Grafíkin, hljóð og fleira endurbætt. En það þarf meira til. Myndskeið leiksins hafa ekki fengið mikla athygli við endurbæturnar og sömuleiðis bakgrunnurinn. Framleiðendurnir nýttu sér þar að auki ekki tækifærið til að bæta spilun og viðmót leiksins. Húmorinn og persónurnar vega ekki upp á móti þeirri miklu tilraunastarfsemi sem leikmenn ganga í gegnum til að spila leikinn. Margir eru eflaust ósammála en Grim Fandango hefði átt að vera áfram í landi hinna dauðu.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira