Sálarkempa á Solstice-hátíð Freyr Bjarnason skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Sálarsöngvarinn á tónleikum í París. Hann er á leiðinni til Íslands og spilar á Secret Solstice í sumar. Vísir/Getty Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. Á meðal annarra sem koma fram á hátíðinni eru The Wailers Band, Foreign Beggars, Mö og Nightmare on Vax, sem bættust í hópinn á mánudaginn. Bradley átti erfiða æsku og eftir að hann strauk að heiman bjó hann á götunni. Hann gerðist kokkur og starfaði sem slíkur í ríkinu Maine í tíu ár. Eftir það settist hann að í Kaliforníu og fyrir tæpum tuttugu árum byrjaði hann að koma fram opinberlega sem eftirherma goðsagnarinnar James Brown.Hér má sjá stiklu úr heimildarmynd um Bradley, en þar fyrir neðan heldur umfjöllun Vísis áfram. Árið 2011 kom svo út fyrsta sólóplatan hans, No Time for Dreaming, en það var ekki fyrr en leikstjórinn Poull Brien ákvað að gera heimildarmynd um ævi Bradley, Soul Of America, að ferill hans náði flugi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas og vakti mikla athygli. Önnur sólóplata Bradleys, Victim of Love, kom út 2013 og hlaut hún mjög góða dóma víðast hvar. Síðan þá hefur söngvarinn verið duglegur að spila víða um heim og nú er sem sagt röðin komin að Íslandi. Fyrst spilar kappinn þó m.a. á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl. Hér að neðan má sjá lög með Bradley, sem er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bandaríski sálarsöngvarinn Charles Bradley er einn þeirra listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice, sem verður haldin í annað sinn í Laugardalnum í sumar. Á meðal annarra sem koma fram á hátíðinni eru The Wailers Band, Foreign Beggars, Mö og Nightmare on Vax, sem bættust í hópinn á mánudaginn. Bradley átti erfiða æsku og eftir að hann strauk að heiman bjó hann á götunni. Hann gerðist kokkur og starfaði sem slíkur í ríkinu Maine í tíu ár. Eftir það settist hann að í Kaliforníu og fyrir tæpum tuttugu árum byrjaði hann að koma fram opinberlega sem eftirherma goðsagnarinnar James Brown.Hér má sjá stiklu úr heimildarmynd um Bradley, en þar fyrir neðan heldur umfjöllun Vísis áfram. Árið 2011 kom svo út fyrsta sólóplatan hans, No Time for Dreaming, en það var ekki fyrr en leikstjórinn Poull Brien ákvað að gera heimildarmynd um ævi Bradley, Soul Of America, að ferill hans náði flugi. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas og vakti mikla athygli. Önnur sólóplata Bradleys, Victim of Love, kom út 2013 og hlaut hún mjög góða dóma víðast hvar. Síðan þá hefur söngvarinn verið duglegur að spila víða um heim og nú er sem sagt röðin komin að Íslandi. Fyrst spilar kappinn þó m.a. á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum í apríl. Hér að neðan má sjá lög með Bradley, sem er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira