Atkinson: Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 06:00 Jeremy Atkinson fór snemma af velli. Mynd/skjáskot „Ég er búinn að horfa á þetta aftur. Manni er kennt að gefa boltann á dómarann sem er næstur þér. Hann hefur líklega talið að hann væri ekki næstur mér,“ segir Jeremy Atkinson, bandarískur leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfubolta, um tæknivillu sem hann fékk í leik gegn Haukum á mánudagskvöldið. Brotið var á Atkinson þegar hann ætlaði upp í sniðskot og villa réttilega dæmd á Hauka. Atkinson blakaði þá boltanum í átt að Jóni Guðmundssyni dómara sem brást við með að gefa honum tæknivillu. Það sem verra var fyrir Stjörnumenn var að þetta var fimmta villan sem Bandaríkjamaðurinn fékk og voru þeir því án hans það sem eftir lifði af leiknum. Þarna voru fimm mínútur eftir og Stjarnan tíu stigum undir. Haukarnir gengu á lagið og kláruðu leikinn. „Dómarar eiga að dæma leikinn en ekki að ákvarða útkomuna. Það eru bara leikmennirnir og þjálfararnir sem eiga að hafa bein áhrif á hvernig leikurinn fer,“ segir Atkinson við Fréttablaðið og bætir við: „Þetta drap auðvitað leikinn. Svo má líka sjá hvernig villurnar skiptust í öðrum leikhluta. Það hallaði aðeins á okkur.“ Hann er steinhissa á því að þarna hafi verið dæmd tæknivilla en ætlar að passa sig næst. „Næst legg ég boltann á gólfið þar sem ég gríp hann. Það ætti ekki að skaða neinn,“ segir Atkinson. Þessi 24 ára gamli framherji frá Norður-Karólínu þekkir lítið annað en sólina og hitann í suðrinu í Bandaríkjunum þar sem spilaði háskólaboltann. Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa því verið áhugaverðar með rokið og snjóinn beint í andlitið á hverjum morgni. „Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i,“ segir hann léttur. Honum líkar dvölin á klakanum fyrir utan eitt: „Mig vantar fleiri veitingastaði.“ Aðspurður hvert hann fari núna til að fá sér að borða hlær Atkinson og segir: „American Style og Serrano.“ - tom Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
„Ég er búinn að horfa á þetta aftur. Manni er kennt að gefa boltann á dómarann sem er næstur þér. Hann hefur líklega talið að hann væri ekki næstur mér,“ segir Jeremy Atkinson, bandarískur leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfubolta, um tæknivillu sem hann fékk í leik gegn Haukum á mánudagskvöldið. Brotið var á Atkinson þegar hann ætlaði upp í sniðskot og villa réttilega dæmd á Hauka. Atkinson blakaði þá boltanum í átt að Jóni Guðmundssyni dómara sem brást við með að gefa honum tæknivillu. Það sem verra var fyrir Stjörnumenn var að þetta var fimmta villan sem Bandaríkjamaðurinn fékk og voru þeir því án hans það sem eftir lifði af leiknum. Þarna voru fimm mínútur eftir og Stjarnan tíu stigum undir. Haukarnir gengu á lagið og kláruðu leikinn. „Dómarar eiga að dæma leikinn en ekki að ákvarða útkomuna. Það eru bara leikmennirnir og þjálfararnir sem eiga að hafa bein áhrif á hvernig leikurinn fer,“ segir Atkinson við Fréttablaðið og bætir við: „Þetta drap auðvitað leikinn. Svo má líka sjá hvernig villurnar skiptust í öðrum leikhluta. Það hallaði aðeins á okkur.“ Hann er steinhissa á því að þarna hafi verið dæmd tæknivilla en ætlar að passa sig næst. „Næst legg ég boltann á gólfið þar sem ég gríp hann. Það ætti ekki að skaða neinn,“ segir Atkinson. Þessi 24 ára gamli framherji frá Norður-Karólínu þekkir lítið annað en sólina og hitann í suðrinu í Bandaríkjunum þar sem spilaði háskólaboltann. Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa því verið áhugaverðar með rokið og snjóinn beint í andlitið á hverjum morgni. „Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i,“ segir hann léttur. Honum líkar dvölin á klakanum fyrir utan eitt: „Mig vantar fleiri veitingastaði.“ Aðspurður hvert hann fari núna til að fá sér að borða hlær Atkinson og segir: „American Style og Serrano.“ - tom
Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn