Tónlist

Flytja Wish You Were Here

Freyr Bjarnason skrifar
Hljómsveitin flytur plötuna Wish You Were Here í heild sinni í apríl.
Hljómsveitin flytur plötuna Wish You Were Here í heild sinni í apríl. Vísir/Stefán
Hljómsveitin Dúndurfréttir flytur lög af plötu Pink Floyd, Wish You Were Here, í apríl í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin síðan hún kom út.

Fyrri tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri 11. apríl og þeir síðari verða í Eldborgarsal Hörpu, 25. apríl. Dúndurfréttir munu flytja alls kyns lög með Pink Floyd fyrir hlé en eftir hlé verður þetta meistarastykki flutt í heild sinni. Wish You Were Here er talin ein besta plata rokksögunnar og hefur hún selst í yfir 15 milljónum eintaka.

Dúndurfréttir hafa áður spilað plötur Pink Floyd, The Wall og Dark Side of the Moon í heild sinni, við mjög góðar undirtektir. Því má fastlega búast við góðri stemningu þegar röðin kemur að Wish You Were Here.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×