Segir tengsl Bjarna hafa ráðið úrslitum Sveinn Arnarsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Eignarhald fyrirtækisins er að stórum hluta í eigu einstaklinga sem eru tengdir fjármálaráðherra fjölskylduböndum. „Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVALangstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005.Umsvifamiklir bræður Kynnisferðir eru stór aðili á markaðnum. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru fyrirtæki í eigu bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Sem kunnugt er er Benedikt faðir Bjarna fjármálaráðherra og þá Einar föðurbróðir hans. Eignarhaldsfélög bræðranna og fjölskyldna þeirra fara með meirihluta í félaginu. Þeir hafa um árabil verið mjög umsvifamiklir í íslensku efnahagslífi. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, segir leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
„Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVALangstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005.Umsvifamiklir bræður Kynnisferðir eru stór aðili á markaðnum. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru fyrirtæki í eigu bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Sem kunnugt er er Benedikt faðir Bjarna fjármálaráðherra og þá Einar föðurbróðir hans. Eignarhaldsfélög bræðranna og fjölskyldna þeirra fara með meirihluta í félaginu. Þeir hafa um árabil verið mjög umsvifamiklir í íslensku efnahagslífi. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, segir leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00