Segir tengsl Bjarna hafa ráðið úrslitum Sveinn Arnarsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Eignarhald fyrirtækisins er að stórum hluta í eigu einstaklinga sem eru tengdir fjármálaráðherra fjölskylduböndum. „Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVALangstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005.Umsvifamiklir bræður Kynnisferðir eru stór aðili á markaðnum. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru fyrirtæki í eigu bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Sem kunnugt er er Benedikt faðir Bjarna fjármálaráðherra og þá Einar föðurbróðir hans. Eignarhaldsfélög bræðranna og fjölskyldna þeirra fara með meirihluta í félaginu. Þeir hafa um árabil verið mjög umsvifamiklir í íslensku efnahagslífi. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, segir leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
„Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.Bjarni Benediktsson.Vísir/GVALangstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005.Umsvifamiklir bræður Kynnisferðir eru stór aðili á markaðnum. Stærstu eigendur fyrirtækisins eru fyrirtæki í eigu bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Sem kunnugt er er Benedikt faðir Bjarna fjármálaráðherra og þá Einar föðurbróðir hans. Eignarhaldsfélög bræðranna og fjölskyldna þeirra fara með meirihluta í félaginu. Þeir hafa um árabil verið mjög umsvifamiklir í íslensku efnahagslífi. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, segir leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvóta Unnur Brá Konráðsdóttir vill hætta sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson mætir ávallt sem varamaður hennar. Einungis karlmenn hafa farið utan á vegum ráðsins allt árið 2014. 9. febrúar 2015 07:00