Tónlist

Vildum komast út úr stúdíóinu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Vintage Caravan lofar góðu stuði.
Vintage Caravan lofar góðu stuði. mynd/mathilde
„Eftir tveggja og hálfs vikna vist í félagsheimilinu brautartungu í Borgarfirdi í janúar, vorum við komnir með nýjustu plötuna okkar sem við erum ad mixa þessa stundina,“ segir Óskar Logi Ágústsson söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan.

Hljómsveitinni fannst hana þurfa að komast úr stúdíóinu og spila nýja efnið fyrir fólk í bland vid hið gamla efni og eflir þvi til tónleika á Gauknum í kvöld. „Nýja efnið lofa einstaklega góðu,“ bætir Óskar Logi við.

„Þetta verður svaka veisla, við fengum til liðs við okkur hljómsveitirnar ONI og Churchhouse Creepers sem eru flott og upprennandi rokkbönd frá Akureyri og Neskaupsstað,“

Húsið opnar klukkan 21.00 og kostar 2000 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×