Er lágt olíuverð bara gott? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun