Stærsta ár Sólstafa Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. febrúar 2015 08:00 Sólstafir eru komnir í tónleikaferð og gera ráð fyrir miklum ferðalögum um heim allan á árinu. Mynd/Bjorn Arnason „Þetta verður líklega stærsta ár Sólstafa hingað til. Við erum bókaðir frá og með deginum í dag fram undir lok apríl,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari hljómsveitarinnar Sólstafa. Sveitin er á tónleikaferðalagi um Evrópu og er nú stödd í Hamborg í Þýskalandi. „Þetta er um það bil mánaðartúr sem við erum á núna. Við tókum viku í Englandi, viku í Frakklandi og Þýskalandi. Við förum næst til Skandinavíu, þá til Rússlands og svo förum við til Grikklands og Búlgaríu líka,“ segir Aðalbjörn um hið mikla ferðalag sem sveitin er á. Sólstafir áttu einnig annasamt ár í fyrra. „Við fórum í tvö tónleikaferðalög til Bandaríkjanna á síðasta ári og vorum þar um það bil sex vikur. Við spiluðum á fimmtán tónleikahátíðum síðasta sumar og tókum líka mánaðartúr um Evrópu.“ Sama er upp á teningnum í ár og ætla Sólstafir að koma fram á ýmsum tónlistarhátíðum í sumar. „Ég má ekki segja á hvaða hátíðum við spilum að svo stöddu.“ Eftir sumarið gerir Aðalbjörn ráð fyrir því að sveitin hoppi upp í rútu og haldi af stað í tónleikaferð á nýjan leik. „Ég geri ráð fyrir því að strax 1. september hoppum við upp í rútu og tökum annan Evróputúr. Við tökum líka mögulega Suður-Ameríku- og Asíutúr. Við erum mikið að horfa í þessa áttina, til Suður-Ameríku og Asíu,“ bætir Aðalbjörn við. Sólstafir hafa verið iðnir við tónleikaferðalög í um tíu ár, tekur þetta tónleikahald ekki sinn toll? „Þetta er skemmtilegt og er eitthvað sem mann langar að gera. Þetta er auðvitað val. Við höfum verið „túringband“ í tíu ár, fórum fyrst til Danmerkur árið 2005. Við getum samt orðið geðveikir hver á öðrum, bókin kemur líklega út eftir nokkur ár og í nokkrum mismunandi útgáfum,“ segir Aðalbjörn léttur í lundu. Hann segir mikilvægt að heimsækja sömu staðina reglulega til þess að minna á sig. Það hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum að trommuleikari sveitarinnar, Guðmundur Óli Pálmason, er ekki með sveitinni á tónleikaferðalagi þessa stundina. Hvorki Guðmundur né Aðalbjörn vildu tjá sig um málið að svo stöddu. Trommuleikarinn Karl Petur Smith leysir Guðmund af á bak við settið þessa dagana. Nýjasta plata Sólstafa, Ótta, fékk frábæra dóma og var meðal annars valin fimmta besta plata ársins af Metal Hammer í Bretlandi og fleiri þekktum tímaritum. „Það er ágætis klapp á bakið að komast á lista og fá góða dóma. Það er mikil vinna að búa til tónlist og því gott að fá klapp á bakið.“ Aðalbjörn segir sveitina þó ekki ætla að semja tónlist fyrir nýja plötu fyrr en á næsta ári. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta verður líklega stærsta ár Sólstafa hingað til. Við erum bókaðir frá og með deginum í dag fram undir lok apríl,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, söngvari hljómsveitarinnar Sólstafa. Sveitin er á tónleikaferðalagi um Evrópu og er nú stödd í Hamborg í Þýskalandi. „Þetta er um það bil mánaðartúr sem við erum á núna. Við tókum viku í Englandi, viku í Frakklandi og Þýskalandi. Við förum næst til Skandinavíu, þá til Rússlands og svo förum við til Grikklands og Búlgaríu líka,“ segir Aðalbjörn um hið mikla ferðalag sem sveitin er á. Sólstafir áttu einnig annasamt ár í fyrra. „Við fórum í tvö tónleikaferðalög til Bandaríkjanna á síðasta ári og vorum þar um það bil sex vikur. Við spiluðum á fimmtán tónleikahátíðum síðasta sumar og tókum líka mánaðartúr um Evrópu.“ Sama er upp á teningnum í ár og ætla Sólstafir að koma fram á ýmsum tónlistarhátíðum í sumar. „Ég má ekki segja á hvaða hátíðum við spilum að svo stöddu.“ Eftir sumarið gerir Aðalbjörn ráð fyrir því að sveitin hoppi upp í rútu og haldi af stað í tónleikaferð á nýjan leik. „Ég geri ráð fyrir því að strax 1. september hoppum við upp í rútu og tökum annan Evróputúr. Við tökum líka mögulega Suður-Ameríku- og Asíutúr. Við erum mikið að horfa í þessa áttina, til Suður-Ameríku og Asíu,“ bætir Aðalbjörn við. Sólstafir hafa verið iðnir við tónleikaferðalög í um tíu ár, tekur þetta tónleikahald ekki sinn toll? „Þetta er skemmtilegt og er eitthvað sem mann langar að gera. Þetta er auðvitað val. Við höfum verið „túringband“ í tíu ár, fórum fyrst til Danmerkur árið 2005. Við getum samt orðið geðveikir hver á öðrum, bókin kemur líklega út eftir nokkur ár og í nokkrum mismunandi útgáfum,“ segir Aðalbjörn léttur í lundu. Hann segir mikilvægt að heimsækja sömu staðina reglulega til þess að minna á sig. Það hefur valdið talsverðu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum að trommuleikari sveitarinnar, Guðmundur Óli Pálmason, er ekki með sveitinni á tónleikaferðalagi þessa stundina. Hvorki Guðmundur né Aðalbjörn vildu tjá sig um málið að svo stöddu. Trommuleikarinn Karl Petur Smith leysir Guðmund af á bak við settið þessa dagana. Nýjasta plata Sólstafa, Ótta, fékk frábæra dóma og var meðal annars valin fimmta besta plata ársins af Metal Hammer í Bretlandi og fleiri þekktum tímaritum. „Það er ágætis klapp á bakið að komast á lista og fá góða dóma. Það er mikil vinna að búa til tónlist og því gott að fá klapp á bakið.“ Aðalbjörn segir sveitina þó ekki ætla að semja tónlist fyrir nýja plötu fyrr en á næsta ári.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira