Náttúrulegar hreinsivörur fyrir heimilið sigga dögg skrifar 30. janúar 2015 11:00 Vísir/Getty Það þarf ekki að eyða miklum fjármunum í hreinsivörur fyrir heimilið heldur er hægt að nota margt sem leynist uppi í skáp. Það er bæði hagkvæmt, heilsusamlegt og umhverfisvænt. Prófaðu þessi ráð við næstu þrif og ef þig langar að bæta við smá ilmi þá getur þú sett nokkra dropa af blómadropum, ilmkjarnaolíu eða sítrónusafa útí löginn. Edik Edik er kjörið til notkunar við þrif í baðherberginu, á glerhurðir, flísar og í eldhúsinu því það leysir upp fitu og skán. Gott er að blanda um þriðjung ediks á móti vatninu. Ef óhreinindin eru mikil má nota óþynnt edik. Einnig er mælt með að setja edikslausn í gegnum kaffivél til að hreinsa hana. Gott er að láta vélina hella tvisvar upp á með vatni áður hún er svo notuð. Ekki hafa áhyggjur af lyktinni sem fylgir ediki, hún er fljót að hverfa.Vísir/GettyMatarsódi Matarsódi eyðir lykt en einnig óhreinindum. Þú getur sáldrað matarsóda yfir bletti og nuddað yfir með blautri tusku og svo skolað og þurrkað með þurrum klút. Hægt er að nota matarsóda til að þrífa bakarofninn og ná kaffiblettum úr kaffikönnu eða bollum. Ef bletturinn er erfiður þá getur verið gott að blanda grófu matarsalti saman við skrúbbinn. Ef þú ert með teppi sem er farið að lykta þá getur verið gott að strá matarsóda yfir teppið og ryksuga svo. Sítrónusafi Sítrónusafi getur bæði drepið bakteríur og fært góða lykt við þrifin. Það má bæta nokkrum dropum af sítrónusafa út í hvaða náttúrulega hreinsilög sem er til að auka virkni hans og bæta ilminn. Það má svo að sjálfsögðu blanda ediki, matarsóda og sítrónusafa saman í lög og geyma í spreybrúsa og þá ertu komin með allsherjarhreinsilög sem dugar á flestalla bletti á heimilinu. Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið
Það þarf ekki að eyða miklum fjármunum í hreinsivörur fyrir heimilið heldur er hægt að nota margt sem leynist uppi í skáp. Það er bæði hagkvæmt, heilsusamlegt og umhverfisvænt. Prófaðu þessi ráð við næstu þrif og ef þig langar að bæta við smá ilmi þá getur þú sett nokkra dropa af blómadropum, ilmkjarnaolíu eða sítrónusafa útí löginn. Edik Edik er kjörið til notkunar við þrif í baðherberginu, á glerhurðir, flísar og í eldhúsinu því það leysir upp fitu og skán. Gott er að blanda um þriðjung ediks á móti vatninu. Ef óhreinindin eru mikil má nota óþynnt edik. Einnig er mælt með að setja edikslausn í gegnum kaffivél til að hreinsa hana. Gott er að láta vélina hella tvisvar upp á með vatni áður hún er svo notuð. Ekki hafa áhyggjur af lyktinni sem fylgir ediki, hún er fljót að hverfa.Vísir/GettyMatarsódi Matarsódi eyðir lykt en einnig óhreinindum. Þú getur sáldrað matarsóda yfir bletti og nuddað yfir með blautri tusku og svo skolað og þurrkað með þurrum klút. Hægt er að nota matarsóda til að þrífa bakarofninn og ná kaffiblettum úr kaffikönnu eða bollum. Ef bletturinn er erfiður þá getur verið gott að blanda grófu matarsalti saman við skrúbbinn. Ef þú ert með teppi sem er farið að lykta þá getur verið gott að strá matarsóda yfir teppið og ryksuga svo. Sítrónusafi Sítrónusafi getur bæði drepið bakteríur og fært góða lykt við þrifin. Það má bæta nokkrum dropum af sítrónusafa út í hvaða náttúrulega hreinsilög sem er til að auka virkni hans og bæta ilminn. Það má svo að sjálfsögðu blanda ediki, matarsóda og sítrónusafa saman í lög og geyma í spreybrúsa og þá ertu komin með allsherjarhreinsilög sem dugar á flestalla bletti á heimilinu.
Heilsa Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið