Sjúkratryggingar Íslands hafa framlengt samning um sjúkraflug við Mýflug til eins árs. Samningurinn gildir til ársloka 2015.
Samkvæmt samningi þarf Mýflug að hafa varaflugvél fyrir sjúkraflugið. Nýverið lauk samningi sem tryggði félaginu afnot af flugvél Flugmálastjórnar í þessu skyni. Sjúkratryggingar segja Mýflug nú hafa gert samning við flugfélagið Norlandair um varaflugvél sem uppfyllir kröfur samningsins.
